þriðjudagur, september 28, 2004
Ég veit hvað ég er gömul. Í alvöru. Engin sjálfblekking í gangi hér. En stundum er hinni sorglegu staðreynd beinlínis slengt framan í mann svo maður liggur hálfvankaður eftir.
Ég fór út á nes á laugardaginn til að hjálpa mömmu að passa barnabörnin. Pabbi var ekki heima og hún vissi ekki að Heba kæmi með. Svo reyndist þetta hið minnsta mál þar sem pabbi kom fljótlega heim og við Heba og Gísli Hrafn fórum niður í vinnuherbergi pabba að tékka á myndarlega hljómborðinu sem ég ætlaði að fá lánað. Gísli Hrafn vissi ekkert betra en að fá að sitja í kjöltu minni, grípa um putta mína og láta mig þannig glamra á hljómborðið. Á meðan var Heba að skoða gömlu hljómplöturnar sem foreldrarnir voru búnir að fjarlægja úr stofunni ásamt græjunum sem pössuðu víst ekki lengur við innréttinguna. Svo kom sjokkið: hún hafði aldrei hlustað á hljómplötu. Hún kunni ekki að nota plötuspilara og þorði varla að koma við nálina. Barnið er 12 ára! Maður var sjálfur farinn að brúka þessi tæki þegar maður gat staðið uppréttur og skellt "Karíusi og Baktusi" á fóninn. Það sem bjargaði þessi ekki svo litla sjokki var að þar sem hún sat á gólfinu og fletti bunkanum og Gísla Hrafn lét mig berja út ódóðlegt tónverk (staccato) á ferlíkið datt mér í hug að athuga hvort foreldrar mínir höfðu verið svo fyrirhyggjusamir í den að kaupa plötu Böðvars Guðmundssonar - fyrst þau áttu nú Mannakorn og Savannatríóið og annað álíka sem prýðir held ég flest foreldraplötusöfn á landinu. Ég lít niður og þar blasir hún við! Að ég skyldi ekki tékka á því fyrr! Þar sem greinlega enginn var að nota hana (og hún er í svo góðu ásigkomulagi að mig grunar að hún hafi aldrei verið spiluð) var ég ekki lengi að ræna henni og get nú hlusta' á "Næturljóð úr fjörðum" þegar ég vil!
Ég fór út á nes á laugardaginn til að hjálpa mömmu að passa barnabörnin. Pabbi var ekki heima og hún vissi ekki að Heba kæmi með. Svo reyndist þetta hið minnsta mál þar sem pabbi kom fljótlega heim og við Heba og Gísli Hrafn fórum niður í vinnuherbergi pabba að tékka á myndarlega hljómborðinu sem ég ætlaði að fá lánað. Gísli Hrafn vissi ekkert betra en að fá að sitja í kjöltu minni, grípa um putta mína og láta mig þannig glamra á hljómborðið. Á meðan var Heba að skoða gömlu hljómplöturnar sem foreldrarnir voru búnir að fjarlægja úr stofunni ásamt græjunum sem pössuðu víst ekki lengur við innréttinguna. Svo kom sjokkið: hún hafði aldrei hlustað á hljómplötu. Hún kunni ekki að nota plötuspilara og þorði varla að koma við nálina. Barnið er 12 ára! Maður var sjálfur farinn að brúka þessi tæki þegar maður gat staðið uppréttur og skellt "Karíusi og Baktusi" á fóninn. Það sem bjargaði þessi ekki svo litla sjokki var að þar sem hún sat á gólfinu og fletti bunkanum og Gísla Hrafn lét mig berja út ódóðlegt tónverk (staccato) á ferlíkið datt mér í hug að athuga hvort foreldrar mínir höfðu verið svo fyrirhyggjusamir í den að kaupa plötu Böðvars Guðmundssonar - fyrst þau áttu nú Mannakorn og Savannatríóið og annað álíka sem prýðir held ég flest foreldraplötusöfn á landinu. Ég lít niður og þar blasir hún við! Að ég skyldi ekki tékka á því fyrr! Þar sem greinlega enginn var að nota hana (og hún er í svo góðu ásigkomulagi að mig grunar að hún hafi aldrei verið spiluð) var ég ekki lengi að ræna henni og get nú hlusta' á "Næturljóð úr fjörðum" þegar ég vil!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Úff, ég fékk svona "kinnhest" um daginn þegar ég sá nafnið mitt á prenti - og töluna 32 fyrir aftan. *hrollur*
En... þú ert bara þrjátíu og eins (og 348 daga)! Hver gerðist svo ósvífinn að kalla þig þrjátíu og tveggja?
Æ fjandinn - það er hlaupár. 349 daga.
LOL ! Heba fór einmitt að segja okkur frá þessu. Kallaði þetta reyndar fyrst plötusnúð, hehe. Við skildum ekkert hvað hún var að fara með setningum einsog: "Ásta kenndi mér á plötusnúðinn." og "Ég gat svo sjálf sett músík í plötusnúðinn." En þegar við áttuðum okkur á hvað hún var að meina, litum við á hvort annað, orðlaus alveg. Vá... hvað við vorum gömul þá, hehe. Kveðja, Jóhanna Ýr
Skv. útreikningum barna minna:
Í gamla daga voru ekki til vídeó og gemsar og fólk bjó í torfhúsum. Þá þurftu konur hvorki að fara í Háskóla né vinna og ávextir fengust á jólunum. Þannig var það þegar ég og mamma mín og amma vorum litlar...
Skrifa ummæli