mánudagur, september 20, 2004

Jæja - nú vil ég fara að fá að vita eitthvað. Fara að byrja í þessum skóla ef ég á að vera í honum á annað borð. Óvissa er ekki ástand sem ég kann vel við mig í. Er að velta því fyrir mér hvort ég eigi að hringja í kennarann - hún sagðist nú ætla að hafa samband við mig. Ætli hún sé búin að gleyma mér? Kannski verður hún bara pirruð ef ég fer að ganga á eftir henni?

Af hverju hef ég aldrei lært að naga neglurnar?

1 ummæli:

Auður sagði...

Smám saman venst maður því að lifa í óvissu. Síðan verður maður háður því. Bíddu bara!