þriðjudagur, september 21, 2004
Survivior er byrjaður á ný. Jibbí jibbí jei. *geisp*
Ég hef horft dyggilega á allar seríurnar hingað til og leyft mér, trekk í trekk, að horfa framhjá fyrirsjáanlegum úrslitum og alltof mörgum nautheimskum þátttakandum. Nú get ég bara ekki meir. Þessi nýjasta sería gerir ekkert til að vekja áhuga hjá mér. 18 könum, sem okkur gæti ekki verið meira sama um, er plantað á eyju og skipt í karla og kvennahópa. Ég sé fram á að það muni endast í svona 3 þætti. Þegar þessi skipting var síðast fannst mér auðvelt að halda með kvennahópnum en núna á ég í talsverðum vandræðum með að halda með nokkrum. Þetta er svo óttalega leiðinlegt lið. Karlahópurinn samanstendur af hrokafullum strákpjökkum og vænissjúkum gamlingjum. Kvennahópurinn skiptist í latar, ýlandi dræsur og bitrar, pirraðar kellingar. Ég gat ekki séð þau hefðu einn stakan persónuleika til skiptana. Sá/sú vinnur sem missir buxurnar sjaldnast niður um sig. Fer Amazing race ekki að byrja bráðum?
Ég hef horft dyggilega á allar seríurnar hingað til og leyft mér, trekk í trekk, að horfa framhjá fyrirsjáanlegum úrslitum og alltof mörgum nautheimskum þátttakandum. Nú get ég bara ekki meir. Þessi nýjasta sería gerir ekkert til að vekja áhuga hjá mér. 18 könum, sem okkur gæti ekki verið meira sama um, er plantað á eyju og skipt í karla og kvennahópa. Ég sé fram á að það muni endast í svona 3 þætti. Þegar þessi skipting var síðast fannst mér auðvelt að halda með kvennahópnum en núna á ég í talsverðum vandræðum með að halda með nokkrum. Þetta er svo óttalega leiðinlegt lið. Karlahópurinn samanstendur af hrokafullum strákpjökkum og vænissjúkum gamlingjum. Kvennahópurinn skiptist í latar, ýlandi dræsur og bitrar, pirraðar kellingar. Ég gat ekki séð þau hefðu einn stakan persónuleika til skiptana. Sá/sú vinnur sem missir buxurnar sjaldnast niður um sig. Fer Amazing race ekki að byrja bráðum?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Er þessi sería ekki bara keppni milli hjálpartækja.. gervilöpp eða gervihné???
LOL - jú og svona líka æsispennandi!
Já ég er sammála að þetta vakti ekki nokkurn áhuga. En ég mun horfa á næsta þátt í þeirri veiku von að eitthvað svæsið gerist. Og líklega alla seríuna.
Hvað er svo að gerast í söngheiminum? Eru allir þar lagstir með tærnar upp í loft því þeir létu málin bara reddast?
Skrifa ummæli