föstudagur, september 17, 2004

Ja hérna hér - aldrei verður maður of gamall til söðla um og byrja upp á nýtt. Er s.s. á leið í skóla enn og aftur. Er búin að sækja um inngöng í Tónlistarskólann í Reykjavík þar sem ég ætla að stúdera söng og allt sem fylgir því. Sé fram á vera 10 árum eldri en samnemendur mínir. Skólinn er að vísu byrjaður en það á að vera hægt að troða mér inn engu að síður. Þetta hefur allt gerst svo hratt (fór í prufu í gærkvöldi, fékk að vita fyrir hádegi að ég kæmist inn, var að keyra fram hjá Skipholtinu þegar ég fékk símtalið þannig ég hentist þangað inn med det samme og fyllti út umsókn) að ég hef ekki haft tíma til að spá í hvað ég er að gera. Er búin að redda mér fjármagni fyrir skólavist ásamt vilyrði forstjóra fyrir því að hverfa úr vinnu einu sinni í viku þann eina klukkutíma sem stangast á við starfstímann.

Nú vantar mig víst bara píanó.

1 ummæli:

Gadfly sagði...

jahérna hér. Til hamingju, þetta verður gaman :)

Kveðja
Eva
(reykjavikurdrama.blogspot.com)