þriðjudagur, apríl 26, 2005
Auður er loksins að koma aftur til norðurhvelsins á morgun. Ég hef greinlega blendnar tilfinningar varðandi heimkomu hennar því mig dreymdi í alla nótt að við værum í einhverjum mega innkaupaleiðangri í verslunarmiðstöð dauðans og ég var í sífellu að týna eigum mínum; úrum, fötum og, það sem var allra sárast, töskunni sem hvarf algjörlega fyrir rest. Auður hins vegar æddi ótrauð áfram í kaupbríma og hafði hvorki tíma né þolinmæði til að sinna þessari ringluðu vinkonu sinni. Á einum tímapunkti vippaði hún út einhverri græju sem var kannski og kannski ekki sími en gat stækkað ca. tífalt, stoppaði túrista með vídeóupptökuvél, þreif hana af honum og plöggaði sína græju inn í hans í því skyni að komast á netið og gera eitthvað gasalega sniðugt. Ég stóð bara og gapti og skildi ekki neitt í neinu. Túristinn var álíka gáttaður. Auður hins vegar virtist alveg vita hvað hún var að gera.
Undir lokin var hún sennilega orðin þreytt á töskudramanu mínu því rétt áður en ég vaknaði var ég ein ráfandi um ganga og búðir í örvæntingafullri leit að eigum mínum.
Sumir mundu kannski túlka þennan draum á þann veg að ég sé að deyja úr öfund yfir öllu því æðislega sem hún er búin að upplifa í Ástralíu síðasta mánuðinn á meðan ég hef velkst um í hversdagsleikanum og daglega baslinu hérna heima í grámyglunni og sjái aðeins fram á meira slíkt.
En ekki ég. Það er deginu ljósara að einhverjar æðri vættir eru að vara mig við tælandi aðdráttarafli kapítalismans og hverfuleika veraldlegra eigna. Þetta er fyrsti kommúníski draumurinn sem mig hefur nokkurn tímann dreymt. Ég veit hins vegar ekki alvega hvernig Auður spilar inn þessa aldagömlu togstreitu. Við þurfum að setjast niður og ræða málin þegar hún kemur heim.
Undir lokin var hún sennilega orðin þreytt á töskudramanu mínu því rétt áður en ég vaknaði var ég ein ráfandi um ganga og búðir í örvæntingafullri leit að eigum mínum.
Sumir mundu kannski túlka þennan draum á þann veg að ég sé að deyja úr öfund yfir öllu því æðislega sem hún er búin að upplifa í Ástralíu síðasta mánuðinn á meðan ég hef velkst um í hversdagsleikanum og daglega baslinu hérna heima í grámyglunni og sjái aðeins fram á meira slíkt.
En ekki ég. Það er deginu ljósara að einhverjar æðri vættir eru að vara mig við tælandi aðdráttarafli kapítalismans og hverfuleika veraldlegra eigna. Þetta er fyrsti kommúníski draumurinn sem mig hefur nokkurn tímann dreymt. Ég veit hins vegar ekki alvega hvernig Auður spilar inn þessa aldagömlu togstreitu. Við þurfum að setjast niður og ræða málin þegar hún kemur heim.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli