mánudagur, apríl 11, 2005
Það er óttalegur mánudagur í mér í dag. Ég virðist hálf fúl út í lífið og tilverunar sem er hvorki lífinu né tilverunni að kenna - sennilega of litlum svefni. Þannig að - ef ég hljóma eitthvað leiðinleg og afundin í dag er ekki neinu öðru um að kenna heldur en fýlulegu lundarfari.
Planið er að drekka nóg mikla vökva og skella sér í ærlegan Bollywood hristing seinni partinn. Síðan er hægt að taka alla geðvonsku út á hálfvitunum í Survivor og í kjölfarið gleðjast yfir því að hafa ekki lent í flugslysi nýlega. Ef ég á svo að fara í full Pollyönnu-herklæði má taka það fram að kvefið er svotil farið, ég er farin að geta æft mig fyrir söngtíma á ný (ekki seinna að vænna) og það eru 80% líkur á að ég sé komin með nýjan leigjanda (en það eru reyndar 90% líkur á að sú tala sé ofreiknuð.)
Planið er að drekka nóg mikla vökva og skella sér í ærlegan Bollywood hristing seinni partinn. Síðan er hægt að taka alla geðvonsku út á hálfvitunum í Survivor og í kjölfarið gleðjast yfir því að hafa ekki lent í flugslysi nýlega. Ef ég á svo að fara í full Pollyönnu-herklæði má taka það fram að kvefið er svotil farið, ég er farin að geta æft mig fyrir söngtíma á ný (ekki seinna að vænna) og það eru 80% líkur á að ég sé komin með nýjan leigjanda (en það eru reyndar 90% líkur á að sú tala sé ofreiknuð.)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Dóttir mín er svona líka þessa dagana, ég held að hækkandi sól sé um að kenna með tilheyrandi morgunbirtu og fótaferðatíma fyrir allar aldir.
Skrifa ummæli