fimmtudagur, apríl 07, 2005
Það er víst eðlilegt að eftir leiðinlega flensulegu fari mann að iða í skinninu eftir hreyfinu og félagsskap. Við Nanna höfum ákveðið að slá tvær flugur í einu rothöggi og eru búnar að skrá okkur á námskeið í magadansi og Bollywood og bara öllum þeim námskeiðum sem okkur dettur í hug að mæta á. Byrjum í kvöld og munum aukast á mjaðmaþokka og kvenlegum fínhreyfinum út mánuðinn. Ef grey mjöðmin mín (sem er orðin svo fyrirferðamikil í mínu lífi sem sjálfstæð vera að ég er að hugsa um að finna á hana nafn) hefur ekki gott af þessu er fokið í flest skjól. Svo eru tímarnir í Skipholti – gætu ekki verið í betra göngufæri. Sem er eins gott því bíllinn minn gafst upp fyrir kuldanum í morgun. Harðneitaði að fara í gang og þegar ég reyndi að pressa eitthvað á hann byrjaði hann pípa í örvæntingu og hunsaði tilraunir til að slökkva á hávaðanum. Pabbi kom og náði í mig og rafgeyminn og ef allt gengur eftir get ég náð í hann vel mettan í kvöld (uh... þ.e.a.s. rafgeyminn.)
Í heimsfréttum: sennilega best að forðast Flórída eins vítisloga helvítis næstu árin.
Í heimsfréttum: sennilega best að forðast Flórída eins vítisloga helvítis næstu árin.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli