mánudagur, apríl 25, 2005

Enn ein helgin horfin í tilgangsleysið. Og þó - kannski ekki tilgangsleysi. Ég kom einu og öðru í verk; fór í söngtíma á laugardaginn, tók þátt í magadagnssýningu seinna um daginn og bjó til sushi um kvöldið. Á sunnudaginn var löng söngæfing með píanóundirleik og svo sundferð. Þvoði þvottinn sem gleymdist blautur í þvottavélinni í viku tvisvar sinnum og hengdi út á snúru. Má kannski vera þokkalega sátt með dagsverkin.

Byrjaði nýja vinnuviku vel útsofin og hafa vinnuveitendur mínir væntanlega séð einhverja nauðsyn í því líka því enginn hringdi í mig til að vekja mig. Fyrir vikið mætti ég um ellefuleytið til vinnu og hafði enginn hérna vit á að skamma mig eða svo mikið sem sem lyfta annarri augnbrún. Annars eru sviftingar í vændum á vinnusviðinu. Er að fara að taka að mér umtals meiri ábyrgð og flóknari verkefni - reyndar tímabundið en kannski fæ ég nokkrar auka krónur út úr því og það er nú það sem skiptir máli.

Söngpróf á morgun. Anda djúpt og rólega. Þarf bara að geta sungið lögin lýtalaust með hárréttum framburði (hvort sem er ítalskur, þýskur eða íslenskur), réttum takti, áherslum og alls, alls ekki ruglast á texta. Já og syngja a cappella eftir nótum. Og án nótna. Og örugglega eitthvað fleira sem ég hef ekki hugmynd um! Anda ... anda ...

Er tölvulega illa fyrir kölluð heima hjá mér þessa daga. Skrapatólið hefur ekki virkað í viku og þarf væntanlega að skipta um móðurborð í því. Þetta þýðir engin netsamskipti við mig fyrir utan vinnutíma og engir erlendir sjónvarpsþættir sem ég get glápið á í tíma og ótíma.

Já og litla Heiða Rachel Wilkins Svandísardóttir er dásamlega fagurt barn :)

1 ummæli:

Skotta sagði...

mér heyrist þú nú bara hafa verið heljarinar dugleg....og þú rúllar þessu söngprófi upp.