mánudagur, apríl 18, 2005
Jæja - komin fersk og sæl heim frá baunalandi þar sem ég drakk meiri bjór en ég hef nokkurn tímann áður á ævinni - samanlagt. Sif og Grímur - vinafólk Jóhönnu Ýr - voru ótrúlega gestirisin og komið fram við okkur mágkonunar sem höfðingja. Dýrindis matur öll kvöldin og almenn athygli og skemmtun hjálpuðust til við að gera þetta ferðalag eins vel heppnað og hægt var að hugsa sé. Svo æfðist maður í dönskunni þar sem prinsinn á heimilinu (fjögurra ára) talaði ekkert annað þótt hann skildi íslenskuna. Ég kúgvendi kvæði mínu í kross og keypti ekkert af DVD og álíka óþarfa en fann í staðinn búð á Strikinu (Indiska) sem virtist sérhönnuð með mig í huga og týndi mér í fata og prjálkaupum aldrei þessu vant. Annars var þetta nokkuð týpist Kaupmannahafnarför. Það var að sjálfsögðu haldið á Strikið, kíkt í Tívolí og drukkið óheyrilega mikið magn af bjór. Föstudagur var flöskudagur að íslenskum sið og sátum við langt fram eftir nóttu heima við og hlustuðum á hið myndarlega 80's safn sem skötuhjúin áttu á vínil (Ultravox rokkar!) Gátum því miður ekkert dansað því nálin hoppaði svo svakalega á fóninu ef fæti var stigið eðilega niður á viðargólfið. Því vorum við tiplandi þarna í góðum fíling til svona 3-4 og kíktum þá loksins niður í bæ og á djammmenninguna. Við vorum þó ekki mjög lengi og þegar við komum til baka fóru Jóhanna Ýr og Grímur að stúderuðu lágmenninguna á Amager fram undir morgun á meðan við Sif fórum bara að sofa.
Semsagt; batteríin vel hlaðin og ég tilbúin að takast við grámyglu hversdagsins með bros á vör. Svo fæ ég nýjan leigjanda - liggaliggalá!
Að merkari atburðum: til hamingju Svandís með dótturina sem fæddist í gærkvöldi! Nú viljum við sjá myndir af henni fyrir utan móðurkvið.
Semsagt; batteríin vel hlaðin og ég tilbúin að takast við grámyglu hversdagsins með bros á vör. Svo fæ ég nýjan leigjanda - liggaliggalá!
Að merkari atburðum: til hamingju Svandís með dótturina sem fæddist í gærkvöldi! Nú viljum við sjá myndir af henni fyrir utan móðurkvið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli