föstudagur, maí 13, 2005
Mér er alveg hætt að lítast á blikuna. Allt sem ég á – allt sem ég nota – virðist vera að detta í sundur. Þau tæki sem ég kemst í nágrenni við gefa upp öndina í grunsamlega miklum mæli:
Tölva – biluð í bráðum fjórar vikur
Úr – datt í sundur
Bíll – vatnskassi dó
Vídeótæki – étur spólur af áfergju
Ristavél – kveikti í innstungu, sprengdi öryggi og dó
Allt hefur þetta gerst á innan við mánuði. Sími, sjónvarp og dvd spilari virka ennþá en ég er orðin nokkuð áhyggjufull. Ætli ég sé farin að gefa af mér einhverjar rafsegulbylgjur sem, tja, bræða málma og pilla plasthlífar af úrum? Ég er greinilega stórhættuleg og ætti að halda mig vandlega frá öllum iðnvæddum svæðum ef ég vil ekki valda stórslysi. Helst hefði ég vilja fara í bústað um helgina en mér finnst ekki líklegt að eitthvað losni úr þessu og svo fer ég ekki langt á biluðum bílnum. Þannig að; hvítasunnuhelginni verður eytt í eins miklu tækni-, tækja og tólaleysi og hægt verður að komast af með. Kannski bara uppi í rúmi með góða bók?
P.S. Þeir sem eru ekki búnir að því ennþá eru hérmeð beðnir fallega um að gjörasvovel að taka prófið um mig.
Tölva – biluð í bráðum fjórar vikur
Úr – datt í sundur
Bíll – vatnskassi dó
Vídeótæki – étur spólur af áfergju
Ristavél – kveikti í innstungu, sprengdi öryggi og dó
Allt hefur þetta gerst á innan við mánuði. Sími, sjónvarp og dvd spilari virka ennþá en ég er orðin nokkuð áhyggjufull. Ætli ég sé farin að gefa af mér einhverjar rafsegulbylgjur sem, tja, bræða málma og pilla plasthlífar af úrum? Ég er greinilega stórhættuleg og ætti að halda mig vandlega frá öllum iðnvæddum svæðum ef ég vil ekki valda stórslysi. Helst hefði ég vilja fara í bústað um helgina en mér finnst ekki líklegt að eitthvað losni úr þessu og svo fer ég ekki langt á biluðum bílnum. Þannig að; hvítasunnuhelginni verður eytt í eins miklu tækni-, tækja og tólaleysi og hægt verður að komast af með. Kannski bara uppi í rúmi með góða bók?
P.S. Þeir sem eru ekki búnir að því ennþá eru hérmeð beðnir fallega um að gjörasvovel að taka prófið um mig.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Ég giskaði rétt í einu tilviki og ef ég er ekki þeim mun lélegri í stærðfræði merkir það að heppni mín er aðeins 1 á móti 40. Ég vona að þú sért heppnari með vini en ég með ágiskanir.
Skrifa ummæli