föstudagur, febrúar 20, 2004

Talandi um geðveilur. Hið ágætast dæmi um það gekk inn á skrifstofuna rétt fyrir hádegi. Það kom hingað rytjuleg eldri kona og var að leita að Lyfjastofnun: "Fasteignir ríkissjóðs?!" gargaði hún á mig í ásökunartón "þetta á að vera Lyfjastofnun!" Ég íhugaði alvarlega á að biðjast afsökunar á því að vera til. Við fræddum hana á því að Lyfjastofnun hefði flutt fyrir ca. 2 árum upp á Höfða. Hún var nú ekki alveg að kaupa það vegna þessa að Lyfjastofnun hafði verið í þessu húsi og allir flutningar augljóslega persónuleg árás á hana en lét þó loks sannfærast. Fram að þessu hafði hún nú bara verið sérvitur. Þegar þarna var hins vegar komið við sögu greip hún tækifærið - komin með þessa líka fínu áheyrendur - og bunaði yfir okkur einhverju því besta tilviljanakennda ranti sem sögur fara af. Vissuð þið að þetta land er að fara fandans til? Ójá. Og börn eru að deyja. Og hjúkrunarfólk vinnur ekki vinnuna sína og fullt af öðrum hlutum sem eru eða eru ekki að í þessum heimi. Það var hins vegar ekki einn óreyttur og óslitinn þráður í þessari bunu og ekki gat ég heyrt að neitt af því hefði á nokkurn hátt með starfsemi þessara tveggja stofnana að gera eða þá staðreynd að þær skiptu stundum um aðsetur. Fyrir eitthvað kraftavert uppgötvaði hún furðufljótt hvernig ýta átti á takkann til að opna hurðina (eitthvað sem fullfrískt fólk á yfirleitt í talsverður erfiðleikum með í fyrsta skipti) og var ennþá að bölsótast út í heiminn þegar hún gekk út. Ef hún finnur einhvern tímann hina raunverulegu Lyfjastofnun dauðlangar mig til að vera fluga þar á vegg :)

Engin ummæli: