mánudagur, janúar 30, 2006
Ef örlaði á einhverju samviskubiti yfir væntanlegum iPod kaupum mínum hvarf það sem dögg fyrir sólu um miðjan dag í gær þegar forláta vasadiskóið, sem ég keypti í kaupfélaginu á Fáskrúðsfirði fyrir nokkrum árum og hefur nýst mér afar vel, gaf endanlega upp öndina inni í Iðu við Lækjargötu. Sjaldan hef ég talið mig fá jafn ótvíræð skilaboð frá almættinu og er ánægjulegt að sjá það láta sig tækjaeign mína sig varða. Ef ég gæti fengið jafn skýr fyrirmæli um atvinnu og/eða námsferil...
Talandi um nám. Þórunn Gréta skrifaði ágætan pistil um það menningarlega slys sem lög borgarinnar um tónlistarskóla eru nú í dag. Ég tek undir flest allt sem hún segir en er þó ekki jafn áköf við að krossa við D. Júlíus Vífill virðist jú vera sá maður í framboðið sem bæði hefur einhvern áhuga á að halda uppi tónlistarmenntun svo og einhverja þekkingu á þeim málum. Efast ég ekki um að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma málum í lag.
En þar blæðir líka fjandans beljunni út. Hvaða vald hefur Júlíus Vífill eiginlega í borgarstjórn - já og borgarfulltrúar allir upp til hópa? Þeir virðast einungis geta hrært aðeins í þeirri mögru aurasúpu sem þeim er boðið upp á en ekki hafa nokkra leið til að gera eitthvað almennilega. Þ.e.a.s. hvers vegna í fjandanum er ríkið ekki dregið til ábyrgðar? Það virðist soldið gleymast í R og S lista blammeringum að það er D-drifin ríkisstjórn sem er fullkomlega sátt við að troða mest allri ábyrgð um framhaldsnám tónlistar landsins í heild yfir á Reykjavíkurborg. Svo sitja þeir og blístra sáttir, skerðandi fjárveitingar til Háskólans og leyfa borgarfulltrúum að hlaupa í hringi sem hauslaus hænsni. Að hafa skipulagið eins og það er í dag er grátlega fáránlegt - og heldur einhver í alvöru að B, D, F, S, eða V liðar hafi getu eða nennu til að koma stórfelldum og almennum breytingum á - og færa tónlistarskóla yfir til ríkisins? Því þar eiga þeir heima.
Ekkert af þessu breytir þó því að Stefán Jón Hafstein er og verður asni.
Talandi um nám. Þórunn Gréta skrifaði ágætan pistil um það menningarlega slys sem lög borgarinnar um tónlistarskóla eru nú í dag. Ég tek undir flest allt sem hún segir en er þó ekki jafn áköf við að krossa við D. Júlíus Vífill virðist jú vera sá maður í framboðið sem bæði hefur einhvern áhuga á að halda uppi tónlistarmenntun svo og einhverja þekkingu á þeim málum. Efast ég ekki um að hann muni gera allt sem í sínu valdi stendur til að koma málum í lag.
En þar blæðir líka fjandans beljunni út. Hvaða vald hefur Júlíus Vífill eiginlega í borgarstjórn - já og borgarfulltrúar allir upp til hópa? Þeir virðast einungis geta hrært aðeins í þeirri mögru aurasúpu sem þeim er boðið upp á en ekki hafa nokkra leið til að gera eitthvað almennilega. Þ.e.a.s. hvers vegna í fjandanum er ríkið ekki dregið til ábyrgðar? Það virðist soldið gleymast í R og S lista blammeringum að það er D-drifin ríkisstjórn sem er fullkomlega sátt við að troða mest allri ábyrgð um framhaldsnám tónlistar landsins í heild yfir á Reykjavíkurborg. Svo sitja þeir og blístra sáttir, skerðandi fjárveitingar til Háskólans og leyfa borgarfulltrúum að hlaupa í hringi sem hauslaus hænsni. Að hafa skipulagið eins og það er í dag er grátlega fáránlegt - og heldur einhver í alvöru að B, D, F, S, eða V liðar hafi getu eða nennu til að koma stórfelldum og almennum breytingum á - og færa tónlistarskóla yfir til ríkisins? Því þar eiga þeir heima.
Ekkert af þessu breytir þó því að Stefán Jón Hafstein er og verður asni.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
Og hene nu! Hvernig er eiginlega hægt að sparka í sköflunginn á ríkisvaldinu? Eða stinga það með gaffli? Ég skal vera fyrst til þess. Skemmtu þér annars vel í Ástrallalíu. Ég held að þú ættir að hafa samband við Hróðmar, því hann vildi segja eitthvað við þig eftir tímann á mán, en þá varstu bara hlaupin :)
Skrifa ummæli