miðvikudagur, janúar 25, 2006

Grunaði ekki Gvend:



You scored as Sleeping Beauty. Your alter ego is Princess
Aurora, a.k.a. Sleeping Beauty! You are beautiful and enchanting,
and as sweet as ever.

Sleeping Beauty

88%

Goofy

69%

Peter Pan

63%

Ariel

50%

Cinderella

50%

The Beast

50%

Cruella De Ville

44%

Snow White

44%

Donald Duck

44%

Pinocchio

38%

Which Disney Character is your Alter Ego?
created with QuizFarm.com

Áróra? Síðan hvenær hét Þyrnirós Áróra? Eru til öruggar heimildir fyrir þessu nafni eða er þetta eitthvað sem var kokkað í Disneyverksmiðjunni? Augljóslega grafalvarlegt mál sem þarfnast úrlausnar.

Hvað sem því líður - sá þessar niðurstöður gjörsamlega fyrir. Hef alltaf öfundað Þyrnirós pínulítið. Er kannski ekki femínískasta fyrirmyndin sem til er en fyrir utan eina klikkaða kerlingu og baneitraða snældu fékk hún að vera í friði. Enginn að bögga hana. Ólíkt sumum sem lentu bara í dvergaþrældómi og húsverkum.

Er farin að sofa í heila öld. Skal rumska þegar prinsinn kemur. Kannski.

5 ummæli:

Auður sagði...

Þú ert þó falleg, töfrandi og sæt, samkvæmt þessu. Ég er bara berrössuð og reið. Hmpf. Eða ætti ég kannski að segja: BRAA!

Ásta sagði...

Dýrið er miklu kúlla en Þyrnir... afsakið Áróra. Og Andrés önd líka þegar út í það er farið.

fangor sagði...

haha, ég er 80% dýrið. svo skora ég jafnt 69% af andrési, guffa og þyrnirós...þetta er alveg með ólíkindum..phums, segi ég nú bara

Sigga Lára sagði...

Já, rak einmitt augun í þetta Árórunafn. Og varð jafnforvitin um uppruna þess... Eigin heimildanördismi kemur manni stundum á óvart.

Spunkhildur sagði...

Ég er Pétur Pan. Huh! Veit ekki alveg hvernig ég á að túlka það. Ég hef þó þessa niðurstöðu um misþroska ef ég reyni að fá ókeypis bílastæði vegna fötlunar við Vesturgötu.