miðvikudagur, janúar 18, 2006

Mikið var! Allir skrifa undir takk.

Auðvitað hefði maður átt að gera eitthvað í þessu sjálfur en mér tókst nú að smeygja mér framhjá höftunum að mestu leyti hvað mína söngmenntun varðar og nennti því ekki að standa í stríði. Eins og svo margir.

Það sem mér finnst hvað allra áhugaverðast í þessu leiðindamáli er að fæstir virðast gera sér grein fyrir hvers vegna aldurstakmörkin eru sett á. Nákvæmlega hvað eiga þau að bæta? Taka skólarnir inn færri nemendur fyrir vikið? Er dýrar að hafa eldri nemendur í námi? Eða breytir þetta kannski ekki neinu hvað fjárhaginn varðar og er eingöngu kvikindisskapur í Stefáni Jóni?

Alls staðar virðist fólk vera að vakna úr doða hvers konar afskiptaleysis og rökheimsku - og Varríus kemst að kjarna málsins eins og svo oft.

4 ummæli:

fangor sagði...

thetta er svo litad af tvi ad tonlistarnam er talid sem hobby hja folki, ekki atvinnutengt. ef thu a gamals aldri vilt l;ra tonlist er thad til ad hafa gaman af tvi en ekki til tjodfelagslegs gagns. ad sama skapi skyldi tha setja aldurstakmork i haskola islands, thar er allt of margt folk af laera eitthvad gagnslaust ser til gamans thegar thad a ad vera komid a vinnumarkad eda skyldi halda sig thar. sem daemi maetti nefna heimspekinam, bokmenntir, gudfraedi...

Ásta sagði...

Munurinn á háskólanum og tónlistarskólanum er hins vegar sá að það eru fjöldatakmarkanir í tónlistaskólana. Þannig að það sem þessi lög gera er að tryggja yngri nemendur í skólana - ekki færri. Það er enginn að græða neinn pening.

Siggadis sagði...

Þetta er bara asnalegt - búin að leggja mitt af mörkum og kem til með að taka Stefán Jón á eintal í næsta kokteilpartý - á trúnó, jú nó :þ

Spunkhildur sagði...

Mér finnst þetta bjánalegt.