laugardagur, desember 31, 2005

Var að horfa (með öðru auga og í sennilega í 87. skipti) á Grease og það helltist yfir mig þörf til að blogga á gömlu Tóbakstuggu síðunni sem ég var víst óvirkur meðlimur að (markmiðið þar var að benda á vandræðalegar þýðingavillur í sjónvarps- og kvikmyndaefni og var bloggið það víst ekki í miklu uppáhaldi hjá þýðendum þessa lands.) Það er ansi mikið um Tóbakstugguverð mómentum í þýðingu þessarar myndar en flest er nú hægt að fyrirgefa - þ.e. þangað til að kom að þessu atriði:

Strákur (Kenickie) segir við stúlku (Rizzo): I hear you're knocked up.

Þýtt sem: Ég held að ég sé ófrískur.

Ég veit að starf þýðandans er vanþakklátt en hversu sofandi þarf maður að vera til að svona gerist?

Ég sé að allt í kringum mig er fólk að gera upp árið og spá fyrir framrás þess næsta. Sjálf er ég hætt að hugsa um tímann í árlegum skömmtun - þetta er allt saman vinnuferli og hálf tilgangslaust að vera eilíft að líta til baka. Svo hef ég engan tíma til að horfa lengra en til kvöldsins í kvöld - þarf að sturta og sjæna mig og, úps, er alltof sein. Allt Grease að kenna.

Gleðilegt nýtt ár öll sömul!

Engin ummæli: