fimmtudagur, október 30, 2003
Er fá þetta líka fína kvef. Hef beðið alltof lengi eftir þessu tækifæri. Hnerra stanslaust og finn nefnið stíflast meira og meira með hverri mínútunni. Var teymd inn í eldhús áðan og látin teyga einhvern ókennilegan vökva úr dökkri glerflösku með austur-evrópskum merkingum. Er komin með nýtt bragð á listann minn - beint fyrir neðan brauðsúpuna og Whiskey. Þetta átti að lækna öll mein en ég hnerra eftir sem áður. Ætli ég fái flensuna líka? Ég krossa fingur og tær og bíð spennt!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli