föstudagur, október 31, 2003
Ég held ég sé búin að fá botn í þessi hnerraköst mín. Ég fór ósköp vel með mig þegar ég kom heim í gær; klæddi mig vel og lá undir teppi uppi í sófa fram eftir kvöldi. Fór meira að segja tiltölulega snemma að sofa. Síðan í morgun leið mér bara vel og kenndi mér einskis mein. Kom í vinnuna - var búin að vera hér í tíu mínútur þegar ég byrjaði að hnerra á fullu aftur. Rann loksins upp fyrir mér lítið ljós. Ég hnerraði ekkert eftir vinnu í gær og ekkert heima hjá mér í morgun en um leið og ég kem hingað byrjar fjörið á ný. Það er auðvitað verið að rífa niður veggi og setja upp nýja við hliðina mér. Gipsryk liggur yfir öllu ásamt fullt af öðrum skemmtilegum efnum. Ég er einfaldlega með ofnæmi. Sem eru gleðitíðindi. Held ég. Flensan er a.m.k. ekki á leiðinni eins og er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli