föstudagur, október 24, 2003
Mér er sagt að ég eigi að biðja um launahækkun í dag. Ég sé það svo gerast. Ekki það að ég vilji ekki launahækkun. En ... ég fékk þessa líka svakalegu launahækkun upp á heilar 3000 kr. fyrir nokkrum mánuðum og veit upp á hár hver viðbröðin yrðu: "Ekki séns." Verð ég ekki bara að fá mér aðra vinnu? Hvaða vinnuveitandi mundi vilja ráða mig á mannsæmandi launum?
En ég er nú ekki alveg að beila á þessari Feministaviku. Ætla að mæta kl. 4 og hlusta á fangor leiklesa með stæl. Síðan í kvöld; Idol og áfengi. Þarna eru öll mín flóknu plön komin í hnotskurn.
En ég er nú ekki alveg að beila á þessari Feministaviku. Ætla að mæta kl. 4 og hlusta á fangor leiklesa með stæl. Síðan í kvöld; Idol og áfengi. Þarna eru öll mín flóknu plön komin í hnotskurn.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli