miðvikudagur, október 15, 2003

Mmmm... miðvikudagur. Ég er farin að hafa sérstakar mætur á miðvikudögum. Þetta eru illa misskildir dagar. Fólk er ekki lengur endurnært eftir helgina á undan og varla að það grilli í þá næstu. Með réttu ætti miðvikudagur að vera hinn eilífi vinnuvikudagur. En ég get ekki verið sérstaklega neikvæð út í hann. Í fyrsta lagi er það sjónvarpsdagsskráin - gjörsamlega ekkert vitrænt í sjónvarpinu á miðvikdögum (Ztelpuztöð á Ztöð 2!!!) sem gerir það að verkum að ég er ekki bundin yfir þeim þrælameistara. Fæstir eru með stór og flókin plön eins og tíðkast um helgar. Enginn er að ætlast til þess að maður "geri eitthvað" - hvort sem þetta "eitthvað" er skemmtanalega eða hreinlætislegs eðlis. Maður er kominn yfir mesta þunglyndiskastið sem fylgdi því að vinnuvikan byrjaði aftur - ekki ennþá farinn að fyllast stressi yfir öllu sem þarf að gerast um helgina. Já mér líkar ágætlega við miðvikudaga.

Það er samt nóg að gera. Einn vinnufélaginn strunsar nú um gangana og æfir sig á gjallarhornið með nýútprentaðan undirskriftalista að vopni. Ráðherratæklingar verða stundaðar í hádeginu niðri á Austurvelli. Komi allir þeir sem unna rjúpnaveiðum og vandræðalegu brosi Sivjar.

Snorri Hergill ætlar aldrei að hætta að vera fyndinn og mun sanna það enn og aftur í Þjóðleikhússkjallaranum í kvöld.

Sjálf er ég að velta þessari stóru og erfiðu spurningu fyrir mér: Á ég eða á ég ekki að fara í jóga í hádeginu? Því ég nenni því eiginlega ekki. Ég ætti auðvitað að fara - þetta er síðasti tíminn. And yet...

Engin ummæli: