þriðjudagur, október 07, 2003
Ég hef nýlega tekið upp á því að týna hlutum. Græni stuttermabolurinn sem ég klæddist í jóga í gær er horfinn. Ég finn hvergi strigaskóna mína og gleraugun mín hafa gufað upp.
Þetta er of mikið í einu til að geta verið tilviljun. Mig grunar skæða bakteríu um græsku. Bakteríu sem kemur af stað tímabundnu óminnisástandi þar sem sjúklingurinn felur eða jafnvel hendir þeim hlutum sem hann hefur í höndunum. Baktería þessi hefur að vísu ekki verið einangruð ennþá og engin mótefni finnast né lækning en þar sem ég uppgötvaði þennan stórhættulega sjúkdóm ætti ég að hafa áunnið mér rétt til að gefa honum nafn:
Tinea stuffis.
Og ég er fyrsta greinda fórnarlambið.
Þetta er of mikið í einu til að geta verið tilviljun. Mig grunar skæða bakteríu um græsku. Bakteríu sem kemur af stað tímabundnu óminnisástandi þar sem sjúklingurinn felur eða jafnvel hendir þeim hlutum sem hann hefur í höndunum. Baktería þessi hefur að vísu ekki verið einangruð ennþá og engin mótefni finnast né lækning en þar sem ég uppgötvaði þennan stórhættulega sjúkdóm ætti ég að hafa áunnið mér rétt til að gefa honum nafn:
Tinea stuffis.
Og ég er fyrsta greinda fórnarlambið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli