mánudagur, október 27, 2003
Það er úr mér allur bloggvindur. Mér datt ekki einu sinni í hug að lesa einhver blogg yfir helgina - hvað þá að skrifa sjálf. Mesta dramað í mínu lífi snýst nú í kringum skanna sem vill ekki leggja lag sitt við vinnutölvuna mína. Tölvan er réttum gír, búin að fá sér glansandi nýjan driver og komin í allar viðeigandi stellingarnar. Hún bíður spennt. Skanninn hins vegar þráast við. Mig grunar að hann sé eitthvað móðgaður yfir því að hún skellti í sig drivernum eftir hann var tengdur við hana. Það er víst harðbannað. Ég hef margreynt að setja inn driverinn og tengja svo skannann en hann virðist vera orðinn afhuga tölvunni minni og hún honum. Það verður ekkert farsælt hjónaband í dag. Að minnsta kosti ekki af mínum völdum. Sú ákvörðun hefur því verið tekin að fá reyndar sambandslækni inn til að setja upp réttu stillingarnar og strúka viðkvæm egóin. Eitthvað á hann víst að geta gert til að koma þeim báðum í stuð - lumar sennilega á kröftugu tölvu-Viagra.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli