fimmtudagur, október 02, 2003

Ég eyddi gærdeginu í félagsskap minnar ágætu mágkonu og fjölskyldu hennar. Mikið af góðum mat (mmm... burritos) og enn betri samræðum. Henni til heiðurs kemur því hérna minn listi yfir það sem ég hræðist mest - í engri vitrænni röð:

1. Jarðskjálftar - ég verð a.m.k. að vita að jörðin muni ekki kippast undan fótum mér
2. Að gefa blóð í blóðbankanum - ég skal leyfa læknum að stinga mig með nálum ef líf mitt liggur við en ég fer aldrei aftur inn í þennan pot- og pyntingarstað
3. Að drukkna - komst að því eftir misheppnaða rafting ferð niður Jökulsá eystri að það er ekki mjög gaman að drukkna næstum því
4. Tannlæknar - ekki svo mikið sársaukinn heldur vatnið sem safnast í kokinu og hótar að fara vitlaust ofan í mann og maður má ekki kyngja því þá lendir borinn úti í kinn
5. Marglyttur - oj
6. Að komast að því að það líf eftir dauðann - mér finnst það svo mikill óþarfi - tilhugsunin um óminni hins eilífa svefns er róandi. Lífið sjálft ætti að innihalda tilganginn - ekki einhver óræð, óviss og óhlutbundin tilvist.
7. Að vakna einn daginn sem Celine Dion aðdándi - ég er komin á rétta aldurinn!
8. Að missa ástvin - það er ömurlegt
9. Að missa hreyfigetuna og þurfa að eyða ævinni í stanslausum kvölum - getur ekki verið mjög skemmtilegt
10. Að vera föst á eyðieyju með Oasis - segir allt sem segja þarf

Það er saltfiskur í matinn. Er að hugsa um að skella mér.

Engin ummæli: