föstudagur, janúar 30, 2004
Leigjendamál mín virðast eitthvað vera að leysast. Núverandi leigjandinn með vonda félagsskapinn verður vonandi farinn á mánudaginn og tilvonandi leigjandinn ætlar að koma um helgina að kíkja á slotið. Jafnvel þó að svo fari að hann kjósi að taka ekki herbergið þá vil ég samt losna við þessa núverandi. Það er of mikill gestagangur hjá henni, ég hef hana grunaða um að laða að sér handrukkara, ég kann ekki við hassfýlu upp um alla ganga í húsinu og í hverjum mánuði kemur leigan seinna og seinna.
Það sem ég þyrfti auðvitað að gera er að breyta geymslunni aftur í eldhús eins og það var upphaflega, gera baðherbergið geðslegra og vonandi laða að hærri klassa af leigjendum sem hafa bara efni á að borga 20 þúsund á mánuði.
Geri það um leið og ég hef saumað mér gardínur og klárað að mála gereftin.
Er annars alltof bissí þessa dagana til að geta staðið í svoleiðis stórræðum. Leikstjórinn er eitthvað að ætlast til þess að við, sem leikum rússana í Sirkus, mætum á fullt af æfingum og æfum atriðin okkar. Eitthvað á að fara að troða okkur á söngæfingar líka og svo hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að búningarnir muni ekki sauma sig sjálfir í ár. Við þetta bætist svo bráðnauðsynleg seta fyrir framan sjónvarpið því ef við Sigga horfum ekki á Angel og Buffy og Scrubs og Friends og Joan of Arcadia og Homicide þættina sem ég á þá gerir það enginn! Að ekki sé minnst á nú daglegan skammt af Survivor og Dr. Phil og Zuma. Nóg að gera og ég er ekki einu sinni búin að sækja Philip K. Dick birgðirnar sem bíða mín hjá Auði.
Það sem ég þyrfti auðvitað að gera er að breyta geymslunni aftur í eldhús eins og það var upphaflega, gera baðherbergið geðslegra og vonandi laða að hærri klassa af leigjendum sem hafa bara efni á að borga 20 þúsund á mánuði.
Geri það um leið og ég hef saumað mér gardínur og klárað að mála gereftin.
Er annars alltof bissí þessa dagana til að geta staðið í svoleiðis stórræðum. Leikstjórinn er eitthvað að ætlast til þess að við, sem leikum rússana í Sirkus, mætum á fullt af æfingum og æfum atriðin okkar. Eitthvað á að fara að troða okkur á söngæfingar líka og svo hef ég áreiðanlegar heimildir fyrir því að búningarnir muni ekki sauma sig sjálfir í ár. Við þetta bætist svo bráðnauðsynleg seta fyrir framan sjónvarpið því ef við Sigga horfum ekki á Angel og Buffy og Scrubs og Friends og Joan of Arcadia og Homicide þættina sem ég á þá gerir það enginn! Að ekki sé minnst á nú daglegan skammt af Survivor og Dr. Phil og Zuma. Nóg að gera og ég er ekki einu sinni búin að sækja Philip K. Dick birgðirnar sem bíða mín hjá Auði.
mánudagur, janúar 26, 2004
Mikið var þetta róleg og þægileg helgi. Ég er alveg hætt að skammast mín fyrir háan aldur og nýt þess í staðinn að geta tekið lífinu vandræða- og áfengislaust með stóískri ró. Á föstudagskvöldið var kúrt yfir Idol þáttum, laugardagurinn fór í handahófskennda vitleysu og afmælispartý heima hjá Berglindi og í gær var farið á rólegan samlestur hjá Hugleik (loksins kominn endir á leikritið) og afmæliskaffi hjá foreldrunum. Í gærkvöld ákváðum við Sigga svo að reyna ekki einu sinni að dýfa hendi í kalt vatn - hvað þá elda kvöldmat - og var niðurstaða kvöldsins sú að við pöntuðum pizzu og horfðum á nokkra þætti af Joan of Arcadia + frönsku söngvamyndina 8 femmes. Allt saman hið notalegasta.
Í öðrum fréttum: ef við Auður hefðum tekið þátt í Amazing race hefum við rústað þessarri keppni! Það má vel vera að ég hefði rifið mig frá sjónvarpsglápi og prjónaskap fyrir ársbirgðir af kóki.
Í öðrum fréttum: ef við Auður hefðum tekið þátt í Amazing race hefum við rústað þessarri keppni! Það má vel vera að ég hefði rifið mig frá sjónvarpsglápi og prjónaskap fyrir ársbirgðir af kóki.
fimmtudagur, janúar 22, 2004
Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi.
Fyrir nokkrum vikum lærði ég t.d. að þegar hringt er dyrabjöllunni og maður á ekki von gestum borgar sig að svara í dyrasímann - og ekki opna bara því annars fær maður tækifæri til að kynnast handrukkurum.
Í gær lærði ég að köttur sem hræðist eigin skugga og laumast út um glugga mun ávallt enda á sama stað; undir rúmi í kjallaranum.
Í morgun gerði ég þá merkilegu uppgötvun að með maður sofnar liggjandi á hitapúða vaknar maður með kláða dauðans. Jafnvel þótt stillt hafi verið á minnsta hita.
Og á þessarri stundu er að renna upp fyrir mér ljós að þegar manneskja jafn léleg og ég í skák stingur upp á slíkum leik en getur ekki haft hugann 100% við hann mun hún sennilega tapa.
Hana - þar hélt biskupinn minn af stað í sjálfsmorðsárás!
Fyrir nokkrum vikum lærði ég t.d. að þegar hringt er dyrabjöllunni og maður á ekki von gestum borgar sig að svara í dyrasímann - og ekki opna bara því annars fær maður tækifæri til að kynnast handrukkurum.
Í gær lærði ég að köttur sem hræðist eigin skugga og laumast út um glugga mun ávallt enda á sama stað; undir rúmi í kjallaranum.
Í morgun gerði ég þá merkilegu uppgötvun að með maður sofnar liggjandi á hitapúða vaknar maður með kláða dauðans. Jafnvel þótt stillt hafi verið á minnsta hita.
Og á þessarri stundu er að renna upp fyrir mér ljós að þegar manneskja jafn léleg og ég í skák stingur upp á slíkum leik en getur ekki haft hugann 100% við hann mun hún sennilega tapa.
Hana - þar hélt biskupinn minn af stað í sjálfsmorðsárás!
miðvikudagur, janúar 21, 2004
Og þeir bora og bora og bora og bora og bora og bora og bora og hætta aldrei!
Sem útskýrir kannski þessar niðurstöður:
Dark shadow. Something has drawn you into darkness
in the past, and you're now trying to get out
of it. The darkness is already inside you, and
getting it out will be hard, but if you try,
maybe one day you can be who you want to be
again. Don't give in!!!
Sem útskýrir kannski þessar niðurstöður:
Dark shadow. Something has drawn you into darkness
in the past, and you're now trying to get out
of it. The darkness is already inside you, and
getting it out will be hard, but if you try,
maybe one day you can be who you want to be
again. Don't give in!!!
Please rate ^^
What kind of dark person are you?
brought to you by Quizilla
þriðjudagur, janúar 20, 2004
Fannfergi er böl. Ég dreg til baka allar fyrri yfirlýsingar mínar um dásemdir heimsskautsveðurfars, ógnir gróðurhúsaáhrifa og yfirvofandi heimsenda. Ég vil einfaldlega ekki sjá snjó og klaka og er tilbúin að leggja ýmislegt í sölurnar fyrir berar götur. Hérna áður fyrr bauð snjórinn upp á tækifæri til skíðaiðkunnar, skautaíþrótta og að príla upp á þak og kasta sér fram af ofan í myndarlegan skafl. Í dag er mest fúttið að finna í mega-snjómokstri og skalfatorfæru. Í stuttu máli - ég sakna þess að geta ekki farið í göngutúra.
Ok ég viðurkenni að það er hægt að koma sér út úr húsi í hvaða veðri sem er, bíta á jaxlinn og stunda heilbrigði (eins og sambýlingur minn gerir á hverjum degi). En ég er alltof hrædd um að detta á rassinn og vonast í sífellu eftir hláku. Í dag var ég bænheyrð. Ég heyri vindinn gnauða og himininn er svo grár og gugginn að dagsbirta er aðeins til staðar að nafninu til. En það er allt í lagi - hitastig hefur hækkað og það rignir. Ég er farin í göngutúr í hádeginu á opnu skónum mínum að sinna ýmsum erindum og ég get ekki beðið!
Ok ég viðurkenni að það er hægt að koma sér út úr húsi í hvaða veðri sem er, bíta á jaxlinn og stunda heilbrigði (eins og sambýlingur minn gerir á hverjum degi). En ég er alltof hrædd um að detta á rassinn og vonast í sífellu eftir hláku. Í dag var ég bænheyrð. Ég heyri vindinn gnauða og himininn er svo grár og gugginn að dagsbirta er aðeins til staðar að nafninu til. En það er allt í lagi - hitastig hefur hækkað og það rignir. Ég er farin í göngutúr í hádeginu á opnu skónum mínum að sinna ýmsum erindum og ég get ekki beðið!
föstudagur, janúar 16, 2004
fimmtudagur, janúar 15, 2004
Jæja góðir hálsar. Nú óska ég eftir uppástungum. Þannig er að ég strengdi áramótaheit um verða symmetrískari í vexti á árinu. Ég hóf síðasta ár bara nokkuð symmetrísk á að líta en tókst að raska því jafnvægi í mars síðastliðinum. Síðan þá hefur verið lítið um symmetríu. Sjúkraþjálfari hjálpaði eitthvað upp en það sem ég þarf mest á að halda er einhver reglubundin hreyfing. Málið er bara að ég sofna úr leiðindum ef ég þarf að gera eitthvað jafn tilgangslaust og fara í leikfimi eða göngutúr. Öll mín hreyfing verður að vera skemmtileg og hafa einhvern tilgang. Tennis virkaði þannig á mig - það var gaman að spila - og læra að spila - og tilgangurinn var að reyna að vinna leikinn. Það er bara verst að maður getur ekki farið út í mikinn tennis upp á eigin spýtur - það verður víst einhver að spila á móti og að finna slíkan viljugan aðila getur verið þrautinni þyngri. Þetta þarf svosem ekki að vera neitt flókið - ég er bara að leita að einhverju sem hristir á mér mjaðmirnar og er ekki leiðinlegt. Ég tek það fram að ég er ekki nógu spennt fyrir magadansi. Anyone?
þriðjudagur, janúar 13, 2004
Hvernig læt ég - listinn minn er lengir en þetta. Og ég gleymdi manneskjunni sem á heima í fyrsta sæti um alla framtíð!
Leiðréttur listi:
1. Geðsjúklingurinn (kk) - sem kýldi mig í andlitið í desember 2001
2. Sendillinn í vinnunni (kvk) - sem angar alltaf af of sterkum undirhandasvitalyktareyði og hæðist að skrift minni
3. Illi leigjandinn (kk) - sem heldur að sameign sé annað orð yfir geymslupláss
4. Vinur leigjandans míns (kk) - sem á ekkert með það að hæna köttinn minn að sér
5. Bleikur (kk) - sem henti mér af baki við Rauðhóla í marsbyrjun árið 2003
6. Illi nágranninn (kk) - sem reyndi að stela af mér heitu vatni vorið 2002 og flæddi þvottahúsið
7. Væmna konan (kvk) - sem hringir reglulega í vinnuna og kallar mig "vinan" og "elskan mín"
8. Engin(n) - ennþá
Mikið líður mér betur
Leiðréttur listi:
1. Geðsjúklingurinn (kk) - sem kýldi mig í andlitið í desember 2001
2. Sendillinn í vinnunni (kvk) - sem angar alltaf af of sterkum undirhandasvitalyktareyði og hæðist að skrift minni
3. Illi leigjandinn (kk) - sem heldur að sameign sé annað orð yfir geymslupláss
4. Vinur leigjandans míns (kk) - sem á ekkert með það að hæna köttinn minn að sér
5. Bleikur (kk) - sem henti mér af baki við Rauðhóla í marsbyrjun árið 2003
6. Illi nágranninn (kk) - sem reyndi að stela af mér heitu vatni vorið 2002 og flæddi þvottahúsið
7. Væmna konan (kvk) - sem hringir reglulega í vinnuna og kallar mig "vinan" og "elskan mín"
8. Engin(n) - ennþá
Mikið líður mér betur
mánudagur, janúar 12, 2004
Uppgjör helgarinnar
Laugardagur = dýrasta gufubað sem sögur fara af en mjög viðeigandi á þessum degi. Var toguð í hinar alræmdu Laugar í Laugardalnum af Nönnu og látin upplifa ekta baðhúsastemninu. Allt útpælt og engu til sparað. Sex mismunandi gufuböð með alls konar ilmum, fuglasöngi og brennheitum dropum úr lofti. Eitthvað höfðum við út á hönnun staðarins að setja - sérstaklega staðsetningu afgreiðslunnar og klámfengin listaverk - en þó voru það fyrst og fremst aðrir baðgestir sem brutu upp stemninguna. Íslendingar kunna sig einfaldlega ekki í nýju umhverfi. Þeir komast í snertingu við heitt vatn og halda að þeir séu uppi í sumarbústað með tilheyrandi skvaldri og hlátrasköllum. Og fyrst þeir voru á annað borð byrjaðir hélt hávaðamengunin áfram í slökunarherberginu þar sem við fengum að vita miklu meira en holt er um ferðamannaiðnaðinn og neysluvenjur Íslendinga ("það er svo svakalega lýjandi að hreinsa svona stór hús - maður á bara að kaupa sér minna og fá sér vinnukonu!") Við Nanna verandi líka týpískir Íslendingar sögðum auðvitað ekki neitt heldur sótbölvuðum bara okkar á milli og í hljóði.
Sunnudagur = mesta ládeyða og leiðindi sem sögur fara af - átti ekki í beinum samskiptum við eina einustu alvöru manneskju ef frá er talin afgreiðslustúlka í Hagkaupum og undarlegir vinir leigjandans míns. Sem ég held ég get gert (einn af vinunum komast á listann minn1 - ætlaði að taka Gabríel með sér inn í herbergið og fór að segja mér hvað þetta væri rosalega gælinn og yndislega köttur - hann sem hefur varla leyft mér að koma við sig í hálft ár! Ég tók Gabríel upp með mér!) Eina manneskjan sem ég talaði við sem þekkti mig með nafni var móðir mín sem ég ræddi við í síma um ryksugupoka vel og lengi.
1 Listi yfir fólk sem hefur gert eitthvað smávægilegt á hlut minn - er ekki langur en vaxandi:
1. Sendillinn í vinnunni sem angar alltaf af of sterkum undirhandasvitalyktareyði og hæðist að skrift minni
2. Illi leigjandinn sem heldur að sameign sé annað orð yfir geymslupláss
3. Vinur leigjandans míns sem á ekkert með það að hæna köttinn minn að sér
4. Enginn ... ennþá
Laugardagur = dýrasta gufubað sem sögur fara af en mjög viðeigandi á þessum degi. Var toguð í hinar alræmdu Laugar í Laugardalnum af Nönnu og látin upplifa ekta baðhúsastemninu. Allt útpælt og engu til sparað. Sex mismunandi gufuböð með alls konar ilmum, fuglasöngi og brennheitum dropum úr lofti. Eitthvað höfðum við út á hönnun staðarins að setja - sérstaklega staðsetningu afgreiðslunnar og klámfengin listaverk - en þó voru það fyrst og fremst aðrir baðgestir sem brutu upp stemninguna. Íslendingar kunna sig einfaldlega ekki í nýju umhverfi. Þeir komast í snertingu við heitt vatn og halda að þeir séu uppi í sumarbústað með tilheyrandi skvaldri og hlátrasköllum. Og fyrst þeir voru á annað borð byrjaðir hélt hávaðamengunin áfram í slökunarherberginu þar sem við fengum að vita miklu meira en holt er um ferðamannaiðnaðinn og neysluvenjur Íslendinga ("það er svo svakalega lýjandi að hreinsa svona stór hús - maður á bara að kaupa sér minna og fá sér vinnukonu!") Við Nanna verandi líka týpískir Íslendingar sögðum auðvitað ekki neitt heldur sótbölvuðum bara okkar á milli og í hljóði.
Sunnudagur = mesta ládeyða og leiðindi sem sögur fara af - átti ekki í beinum samskiptum við eina einustu alvöru manneskju ef frá er talin afgreiðslustúlka í Hagkaupum og undarlegir vinir leigjandans míns. Sem ég held ég get gert (einn af vinunum komast á listann minn1 - ætlaði að taka Gabríel með sér inn í herbergið og fór að segja mér hvað þetta væri rosalega gælinn og yndislega köttur - hann sem hefur varla leyft mér að koma við sig í hálft ár! Ég tók Gabríel upp með mér!) Eina manneskjan sem ég talaði við sem þekkti mig með nafni var móðir mín sem ég ræddi við í síma um ryksugupoka vel og lengi.
1 Listi yfir fólk sem hefur gert eitthvað smávægilegt á hlut minn - er ekki langur en vaxandi:
1. Sendillinn í vinnunni sem angar alltaf af of sterkum undirhandasvitalyktareyði og hæðist að skrift minni
2. Illi leigjandinn sem heldur að sameign sé annað orð yfir geymslupláss
3. Vinur leigjandans míns sem á ekkert með það að hæna köttinn minn að sér
4. Enginn ... ennþá
miðvikudagur, janúar 07, 2004
Er bloggið að deyja drottni sínum? Eitthvað virðist vera að fækka í röðum bloggara og fái nýir að bætast við. Grunsamlega margir áður ofvirkir bloggara þegja vikum saman. Kannski er með þetta eins og annað að aðeins þeir hæfustu lifa af, hmm? Í öllu falli datt mér hug þessi staka (með vísun í gamla, ástkæra barnagælu):
Bloggarar fylltu netheima
þá voru þeir tíu
einn vissi ekkert í sinn haus
en samt voru þeir tíu
Tíu litlir bloggarar
fund' ekki fyrir klígju
uns einn þeirra fann þennan link
og þá voru eftir níu
Níu litlir bloggarar
hjá ólmir vildu hátta
einn kjaftaði yfir sig
og þá voru eftir átta
Átta litlir bloggarar
með kommentkerfi tvö
einn rústaði template-i
og þá voru eftir sjö
Sjö litlir bloggarar
sátu og átu kex
einn fékk mylsnu í lyklaborð
og þá voru eftir sex
Sex litlum bloggurum
finnst framtíð vera dimm
einn þeirra gekk í klaustur
og þá voru eftir fimm
Fimm litlir bloggarar
þóttust vera stórir
einn reif kjaft við Sigguplebba
og þá voru eftir fjórir
Fjórir litlir bloggarar
sögð' að Hannes væri hýr
einn fékk kvót í blöðin
og þá voru eftir þrír
Þrír litlir bloggarar
gátu ekki meir
einn trylltist á tilverunni
og þá voru eftir tveir
Tveir litlir bloggarar
þögðu nú eins og steinn
annar týndi aðgangsorði
og þá var eftir einn
Einn lítill bloggari
skrifar alla daga
svelgist á eigin orðræðu
og verður illt í maga
svo búin er hans saga
Takk fyrir.
Bloggarar fylltu netheima
þá voru þeir tíu
einn vissi ekkert í sinn haus
en samt voru þeir tíu
Tíu litlir bloggarar
fund' ekki fyrir klígju
uns einn þeirra fann þennan link
og þá voru eftir níu
Níu litlir bloggarar
hjá ólmir vildu hátta
einn kjaftaði yfir sig
og þá voru eftir átta
Átta litlir bloggarar
með kommentkerfi tvö
einn rústaði template-i
og þá voru eftir sjö
Sjö litlir bloggarar
sátu og átu kex
einn fékk mylsnu í lyklaborð
og þá voru eftir sex
Sex litlum bloggurum
finnst framtíð vera dimm
einn þeirra gekk í klaustur
og þá voru eftir fimm
Fimm litlir bloggarar
þóttust vera stórir
einn reif kjaft við Sigguplebba
og þá voru eftir fjórir
Fjórir litlir bloggarar
sögð' að Hannes væri hýr
einn fékk kvót í blöðin
og þá voru eftir þrír
Þrír litlir bloggarar
gátu ekki meir
einn trylltist á tilverunni
og þá voru eftir tveir
Tveir litlir bloggarar
þögðu nú eins og steinn
annar týndi aðgangsorði
og þá var eftir einn
Einn lítill bloggari
skrifar alla daga
svelgist á eigin orðræðu
og verður illt í maga
svo búin er hans saga
Takk fyrir.
þriðjudagur, janúar 06, 2004
Hingað og ekki lengra. Í anda efnda og fagurra fyrirheita skal ég í sund í hádeginu! Ef einhver les þetta í tæka tíð og langar til að hitta mig þá má finna mig svamlandi í Laugardalslauginni milli kl. 12 og 1.
Annars er lítið að frétta. Sigga Lára er flutt inn og henni hefur verið haganlega komið fyrir. Stofan mín hefur tekið stakkaskiptum og það til batnaðar. Handrukkarar sveima um hverfið og hóta manni og mér. Annarlega angan leggur úr kjallaranum. Í leikfélaginu skal ég sauma og ekki leika. Þegja og prjóna. Lomber- og nornakvöld eru yfirvofandi (þó sennilega ekki í senn.) Lísa gerir sig líklega til að færa sig upp á skaptið og spái ég því að hún hætti sér út fyrir hússins dyr hvað úr hverju. Snjó leysir og sól hækkar á himni. Jólaskrautið hefur gert sitt gagn og verður lagt í dvala en blómin sýna óvænt lífsmark sem aldrei fyrr.
Vill einhver spila við mig tennis?
Annars er lítið að frétta. Sigga Lára er flutt inn og henni hefur verið haganlega komið fyrir. Stofan mín hefur tekið stakkaskiptum og það til batnaðar. Handrukkarar sveima um hverfið og hóta manni og mér. Annarlega angan leggur úr kjallaranum. Í leikfélaginu skal ég sauma og ekki leika. Þegja og prjóna. Lomber- og nornakvöld eru yfirvofandi (þó sennilega ekki í senn.) Lísa gerir sig líklega til að færa sig upp á skaptið og spái ég því að hún hætti sér út fyrir hússins dyr hvað úr hverju. Snjó leysir og sól hækkar á himni. Jólaskrautið hefur gert sitt gagn og verður lagt í dvala en blómin sýna óvænt lífsmark sem aldrei fyrr.
Vill einhver spila við mig tennis?
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)