fimmtudagur, janúar 15, 2004

Jæja góðir hálsar. Nú óska ég eftir uppástungum. Þannig er að ég strengdi áramótaheit um verða symmetrískari í vexti á árinu. Ég hóf síðasta ár bara nokkuð symmetrísk á að líta en tókst að raska því jafnvægi í mars síðastliðinum. Síðan þá hefur verið lítið um symmetríu. Sjúkraþjálfari hjálpaði eitthvað upp en það sem ég þarf mest á að halda er einhver reglubundin hreyfing. Málið er bara að ég sofna úr leiðindum ef ég þarf að gera eitthvað jafn tilgangslaust og fara í leikfimi eða göngutúr. Öll mín hreyfing verður að vera skemmtileg og hafa einhvern tilgang. Tennis virkaði þannig á mig - það var gaman að spila - og læra að spila - og tilgangurinn var að reyna að vinna leikinn. Það er bara verst að maður getur ekki farið út í mikinn tennis upp á eigin spýtur - það verður víst einhver að spila á móti og að finna slíkan viljugan aðila getur verið þrautinni þyngri. Þetta þarf svosem ekki að vera neitt flókið - ég er bara að leita að einhverju sem hristir á mér mjaðmirnar og er ekki leiðinlegt. Ég tek það fram að ég er ekki nógu spennt fyrir magadansi. Anyone?

Engin ummæli: