þriðjudagur, janúar 06, 2004
Hingað og ekki lengra. Í anda efnda og fagurra fyrirheita skal ég í sund í hádeginu! Ef einhver les þetta í tæka tíð og langar til að hitta mig þá má finna mig svamlandi í Laugardalslauginni milli kl. 12 og 1.
Annars er lítið að frétta. Sigga Lára er flutt inn og henni hefur verið haganlega komið fyrir. Stofan mín hefur tekið stakkaskiptum og það til batnaðar. Handrukkarar sveima um hverfið og hóta manni og mér. Annarlega angan leggur úr kjallaranum. Í leikfélaginu skal ég sauma og ekki leika. Þegja og prjóna. Lomber- og nornakvöld eru yfirvofandi (þó sennilega ekki í senn.) Lísa gerir sig líklega til að færa sig upp á skaptið og spái ég því að hún hætti sér út fyrir hússins dyr hvað úr hverju. Snjó leysir og sól hækkar á himni. Jólaskrautið hefur gert sitt gagn og verður lagt í dvala en blómin sýna óvænt lífsmark sem aldrei fyrr.
Vill einhver spila við mig tennis?
Annars er lítið að frétta. Sigga Lára er flutt inn og henni hefur verið haganlega komið fyrir. Stofan mín hefur tekið stakkaskiptum og það til batnaðar. Handrukkarar sveima um hverfið og hóta manni og mér. Annarlega angan leggur úr kjallaranum. Í leikfélaginu skal ég sauma og ekki leika. Þegja og prjóna. Lomber- og nornakvöld eru yfirvofandi (þó sennilega ekki í senn.) Lísa gerir sig líklega til að færa sig upp á skaptið og spái ég því að hún hætti sér út fyrir hússins dyr hvað úr hverju. Snjó leysir og sól hækkar á himni. Jólaskrautið hefur gert sitt gagn og verður lagt í dvala en blómin sýna óvænt lífsmark sem aldrei fyrr.
Vill einhver spila við mig tennis?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli