fimmtudagur, janúar 22, 2004
Maður lærir eitthvað nýtt á hverjum degi.
Fyrir nokkrum vikum lærði ég t.d. að þegar hringt er dyrabjöllunni og maður á ekki von gestum borgar sig að svara í dyrasímann - og ekki opna bara því annars fær maður tækifæri til að kynnast handrukkurum.
Í gær lærði ég að köttur sem hræðist eigin skugga og laumast út um glugga mun ávallt enda á sama stað; undir rúmi í kjallaranum.
Í morgun gerði ég þá merkilegu uppgötvun að með maður sofnar liggjandi á hitapúða vaknar maður með kláða dauðans. Jafnvel þótt stillt hafi verið á minnsta hita.
Og á þessarri stundu er að renna upp fyrir mér ljós að þegar manneskja jafn léleg og ég í skák stingur upp á slíkum leik en getur ekki haft hugann 100% við hann mun hún sennilega tapa.
Hana - þar hélt biskupinn minn af stað í sjálfsmorðsárás!
Fyrir nokkrum vikum lærði ég t.d. að þegar hringt er dyrabjöllunni og maður á ekki von gestum borgar sig að svara í dyrasímann - og ekki opna bara því annars fær maður tækifæri til að kynnast handrukkurum.
Í gær lærði ég að köttur sem hræðist eigin skugga og laumast út um glugga mun ávallt enda á sama stað; undir rúmi í kjallaranum.
Í morgun gerði ég þá merkilegu uppgötvun að með maður sofnar liggjandi á hitapúða vaknar maður með kláða dauðans. Jafnvel þótt stillt hafi verið á minnsta hita.
Og á þessarri stundu er að renna upp fyrir mér ljós að þegar manneskja jafn léleg og ég í skák stingur upp á slíkum leik en getur ekki haft hugann 100% við hann mun hún sennilega tapa.
Hana - þar hélt biskupinn minn af stað í sjálfsmorðsárás!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli