þriðjudagur, janúar 20, 2004
Fannfergi er böl. Ég dreg til baka allar fyrri yfirlýsingar mínar um dásemdir heimsskautsveðurfars, ógnir gróðurhúsaáhrifa og yfirvofandi heimsenda. Ég vil einfaldlega ekki sjá snjó og klaka og er tilbúin að leggja ýmislegt í sölurnar fyrir berar götur. Hérna áður fyrr bauð snjórinn upp á tækifæri til skíðaiðkunnar, skautaíþrótta og að príla upp á þak og kasta sér fram af ofan í myndarlegan skafl. Í dag er mest fúttið að finna í mega-snjómokstri og skalfatorfæru. Í stuttu máli - ég sakna þess að geta ekki farið í göngutúra.
Ok ég viðurkenni að það er hægt að koma sér út úr húsi í hvaða veðri sem er, bíta á jaxlinn og stunda heilbrigði (eins og sambýlingur minn gerir á hverjum degi). En ég er alltof hrædd um að detta á rassinn og vonast í sífellu eftir hláku. Í dag var ég bænheyrð. Ég heyri vindinn gnauða og himininn er svo grár og gugginn að dagsbirta er aðeins til staðar að nafninu til. En það er allt í lagi - hitastig hefur hækkað og það rignir. Ég er farin í göngutúr í hádeginu á opnu skónum mínum að sinna ýmsum erindum og ég get ekki beðið!
Ok ég viðurkenni að það er hægt að koma sér út úr húsi í hvaða veðri sem er, bíta á jaxlinn og stunda heilbrigði (eins og sambýlingur minn gerir á hverjum degi). En ég er alltof hrædd um að detta á rassinn og vonast í sífellu eftir hláku. Í dag var ég bænheyrð. Ég heyri vindinn gnauða og himininn er svo grár og gugginn að dagsbirta er aðeins til staðar að nafninu til. En það er allt í lagi - hitastig hefur hækkað og það rignir. Ég er farin í göngutúr í hádeginu á opnu skónum mínum að sinna ýmsum erindum og ég get ekki beðið!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli