miðvikudagur, janúar 07, 2004

Er bloggið að deyja drottni sínum? Eitthvað virðist vera að fækka í röðum bloggara og fái nýir að bætast við. Grunsamlega margir áður ofvirkir bloggara þegja vikum saman. Kannski er með þetta eins og annað að aðeins þeir hæfustu lifa af, hmm? Í öllu falli datt mér hug þessi staka (með vísun í gamla, ástkæra barnagælu):

Bloggarar fylltu netheima
þá voru þeir tíu
einn vissi ekkert í sinn haus
en samt voru þeir tíu

Tíu litlir bloggarar
fund' ekki fyrir klígju
uns einn þeirra fann þennan link
og þá voru eftir níu

Níu litlir bloggarar
hjá ólmir vildu hátta
einn kjaftaði yfir sig
og þá voru eftir átta

Átta litlir bloggarar
með kommentkerfi tvö
einn rústaði template-i
og þá voru eftir sjö

Sjö litlir bloggarar
sátu og átu kex
einn fékk mylsnu í lyklaborð
og þá voru eftir sex

Sex litlum bloggurum
finnst framtíð vera dimm
einn þeirra gekk í klaustur
og þá voru eftir fimm

Fimm litlir bloggarar
þóttust vera stórir
einn reif kjaft við Sigguplebba
og þá voru eftir fjórir

Fjórir litlir bloggarar
sögð' að Hannes væri hýr
einn fékk kvót í blöðin
og þá voru eftir þrír

Þrír litlir bloggarar
gátu ekki meir
einn trylltist á tilverunni
og þá voru eftir tveir

Tveir litlir bloggarar
þögðu nú eins og steinn
annar týndi aðgangsorði
og þá var eftir einn

Einn lítill bloggari
skrifar alla daga
svelgist á eigin orðræðu
og verður illt í maga
svo búin er hans saga


Takk fyrir.

Engin ummæli: