mánudagur, janúar 12, 2004
Uppgjör helgarinnar
Laugardagur = dýrasta gufubað sem sögur fara af en mjög viðeigandi á þessum degi. Var toguð í hinar alræmdu Laugar í Laugardalnum af Nönnu og látin upplifa ekta baðhúsastemninu. Allt útpælt og engu til sparað. Sex mismunandi gufuböð með alls konar ilmum, fuglasöngi og brennheitum dropum úr lofti. Eitthvað höfðum við út á hönnun staðarins að setja - sérstaklega staðsetningu afgreiðslunnar og klámfengin listaverk - en þó voru það fyrst og fremst aðrir baðgestir sem brutu upp stemninguna. Íslendingar kunna sig einfaldlega ekki í nýju umhverfi. Þeir komast í snertingu við heitt vatn og halda að þeir séu uppi í sumarbústað með tilheyrandi skvaldri og hlátrasköllum. Og fyrst þeir voru á annað borð byrjaðir hélt hávaðamengunin áfram í slökunarherberginu þar sem við fengum að vita miklu meira en holt er um ferðamannaiðnaðinn og neysluvenjur Íslendinga ("það er svo svakalega lýjandi að hreinsa svona stór hús - maður á bara að kaupa sér minna og fá sér vinnukonu!") Við Nanna verandi líka týpískir Íslendingar sögðum auðvitað ekki neitt heldur sótbölvuðum bara okkar á milli og í hljóði.
Sunnudagur = mesta ládeyða og leiðindi sem sögur fara af - átti ekki í beinum samskiptum við eina einustu alvöru manneskju ef frá er talin afgreiðslustúlka í Hagkaupum og undarlegir vinir leigjandans míns. Sem ég held ég get gert (einn af vinunum komast á listann minn1 - ætlaði að taka Gabríel með sér inn í herbergið og fór að segja mér hvað þetta væri rosalega gælinn og yndislega köttur - hann sem hefur varla leyft mér að koma við sig í hálft ár! Ég tók Gabríel upp með mér!) Eina manneskjan sem ég talaði við sem þekkti mig með nafni var móðir mín sem ég ræddi við í síma um ryksugupoka vel og lengi.
1 Listi yfir fólk sem hefur gert eitthvað smávægilegt á hlut minn - er ekki langur en vaxandi:
1. Sendillinn í vinnunni sem angar alltaf af of sterkum undirhandasvitalyktareyði og hæðist að skrift minni
2. Illi leigjandinn sem heldur að sameign sé annað orð yfir geymslupláss
3. Vinur leigjandans míns sem á ekkert með það að hæna köttinn minn að sér
4. Enginn ... ennþá
Laugardagur = dýrasta gufubað sem sögur fara af en mjög viðeigandi á þessum degi. Var toguð í hinar alræmdu Laugar í Laugardalnum af Nönnu og látin upplifa ekta baðhúsastemninu. Allt útpælt og engu til sparað. Sex mismunandi gufuböð með alls konar ilmum, fuglasöngi og brennheitum dropum úr lofti. Eitthvað höfðum við út á hönnun staðarins að setja - sérstaklega staðsetningu afgreiðslunnar og klámfengin listaverk - en þó voru það fyrst og fremst aðrir baðgestir sem brutu upp stemninguna. Íslendingar kunna sig einfaldlega ekki í nýju umhverfi. Þeir komast í snertingu við heitt vatn og halda að þeir séu uppi í sumarbústað með tilheyrandi skvaldri og hlátrasköllum. Og fyrst þeir voru á annað borð byrjaðir hélt hávaðamengunin áfram í slökunarherberginu þar sem við fengum að vita miklu meira en holt er um ferðamannaiðnaðinn og neysluvenjur Íslendinga ("það er svo svakalega lýjandi að hreinsa svona stór hús - maður á bara að kaupa sér minna og fá sér vinnukonu!") Við Nanna verandi líka týpískir Íslendingar sögðum auðvitað ekki neitt heldur sótbölvuðum bara okkar á milli og í hljóði.
Sunnudagur = mesta ládeyða og leiðindi sem sögur fara af - átti ekki í beinum samskiptum við eina einustu alvöru manneskju ef frá er talin afgreiðslustúlka í Hagkaupum og undarlegir vinir leigjandans míns. Sem ég held ég get gert (einn af vinunum komast á listann minn1 - ætlaði að taka Gabríel með sér inn í herbergið og fór að segja mér hvað þetta væri rosalega gælinn og yndislega köttur - hann sem hefur varla leyft mér að koma við sig í hálft ár! Ég tók Gabríel upp með mér!) Eina manneskjan sem ég talaði við sem þekkti mig með nafni var móðir mín sem ég ræddi við í síma um ryksugupoka vel og lengi.
1 Listi yfir fólk sem hefur gert eitthvað smávægilegt á hlut minn - er ekki langur en vaxandi:
1. Sendillinn í vinnunni sem angar alltaf af of sterkum undirhandasvitalyktareyði og hæðist að skrift minni
2. Illi leigjandinn sem heldur að sameign sé annað orð yfir geymslupláss
3. Vinur leigjandans míns sem á ekkert með það að hæna köttinn minn að sér
4. Enginn ... ennþá
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli