mánudagur, janúar 26, 2004
Mikið var þetta róleg og þægileg helgi. Ég er alveg hætt að skammast mín fyrir háan aldur og nýt þess í staðinn að geta tekið lífinu vandræða- og áfengislaust með stóískri ró. Á föstudagskvöldið var kúrt yfir Idol þáttum, laugardagurinn fór í handahófskennda vitleysu og afmælispartý heima hjá Berglindi og í gær var farið á rólegan samlestur hjá Hugleik (loksins kominn endir á leikritið) og afmæliskaffi hjá foreldrunum. Í gærkvöld ákváðum við Sigga svo að reyna ekki einu sinni að dýfa hendi í kalt vatn - hvað þá elda kvöldmat - og var niðurstaða kvöldsins sú að við pöntuðum pizzu og horfðum á nokkra þætti af Joan of Arcadia + frönsku söngvamyndina 8 femmes. Allt saman hið notalegasta.
Í öðrum fréttum: ef við Auður hefðum tekið þátt í Amazing race hefum við rústað þessarri keppni! Það má vel vera að ég hefði rifið mig frá sjónvarpsglápi og prjónaskap fyrir ársbirgðir af kóki.
Í öðrum fréttum: ef við Auður hefðum tekið þátt í Amazing race hefum við rústað þessarri keppni! Það má vel vera að ég hefði rifið mig frá sjónvarpsglápi og prjónaskap fyrir ársbirgðir af kóki.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli