fimmtudagur, ágúst 26, 2004

Jæja - ég réðst loksins í tímabæra andlitslyftingu á þessu bloggi. Ég veit nú ekki hvort ég ætlað að hafa þetta svona - þessi nýju template eru full fancy og "sniðug" fyrir minn smekk. Erfitt að breyta nokkru án þess að allt fari í klessu. Ég gafst t.d. upp eftir nokkrar tilraunir á að segja gamla kommentkerfið inn - þ.e.a.s. ég kom því inn en uppsetningin varð öll undarleg. Við sjáum til með það.

Nú er ég farin að telja mínúturnar þangað til ég fæ tölvuna aftur. Allir puttar og tær hafa verið krosslagðir og gripurinn skal koma heim í dag. Annars fær ég taugaáfall.

Besta leiðin að bægja slíkum óþægindum frá er að hafa nóg fyrir stafni. Gærdagurinn var viðburðarríkur í mínu annars snauða lífi. Fór á útsölu í Kringlunni í hádeginu og fann þar alklæðnað (pils, topp, buxur, jakka) á samtals 3000 kr. Fannst ég ofboðslega rík í kjölfarið og réðst í það að kaupa loksins afmælisgjöf handa Siggu Viggu sem varð sex ára þann 3. ágúst. Fór í Ikea og keypti þar trönur sem hægt er að mála, kríta og tússa á handa barninu sem varð himin lifandi. Sjálf hentist ég svo út á Granda um kvöldið þar sem ég málaði veggi Hugleikshússins svarta ásamt Einsa og Dr. Tótu þar til klukkan var langt gengin í ellefu. Rotaðist í sófanum heima nær dauða en lífi af þreytu á miðnætti.

Tölva? Hvaða tölva?

2 ummæli:

Auður sagði...

Húrra fyrir nýja útlitinu! Hversu lengi sem það varir...

Auður sagði...

PS: Mikið er fyndið að sjá Aðalstein efst á blaði yfir vandræðagemlinga! Hann verður nefnilega seint sakaður um að láta lítið fyrir sér fara...