laugardagur, september 11, 2004

Mig langar til að skrifa leikrit um manneskju sem fer aldrei fram úr rúmi og er því hamingjusamasta manneskja í heimi. Uppsetningin ætti að vera mjög einföld - eina krafan er stórt og mjúkt vel um búið rúm á sviðunu og allt annað má mæta afgangi. Þessi manneskja býr ekki ein þvi einhver þarf að vera til staðar til að fara til dyra því það verður stanslaus straumur gesta sem koma með gjafir, skemmtilegar sögur og halda lofræður um yndislegu, hamingjusömu manneskjuna í rúminu. Ég ætla að láta öll salernismál liggja á milli hluta. Í lokin deyr hún af gleði og aðstandendur syngja saknaðarsöng þar sem þeir búa um rúmið í hinsta sinn. Sé fyrir mér frumraun mína í aðalhlutverki þar sem ég velti mér í múkum rúmklæðunum og brosi framan í heiminn/salinn.

Þarf titil... Beðmál? Sögur úr sængunum? Titlagerð hefur aldrei verið mín sterkasta hlið.

Ég er hugsanlega undir smá áhrifum frá Beisku tárum Petru von Kant sem ég sá í gærkvöldi (af hverju voru þau svona beisk?) hvað sjáfsmiðaða aðalpersónu varðar en mér sýnist á öllu að mín sýning verði, ólíkt Petru, algjörlega laus við drama og átök. Það og mig grunar að ég nenni ekki að standa upprétt á sviði í bráð. Og er ekki ennþá búin að klæða mig þar sem ég þykist ennþá vera veik og hef hangið vakandi uppi í rúmi frá því kl. 8 í morgun. Skemmti mér vel á sýningunni í gær - ef skemmti er rétta orðið (sumir - og ég nefni engin nöfn - táruðust yfir atburðarrásinni); allar sex leikkonur stóðu sig vel, skiptingar voru vel útfærðar og endirinn magnaður. Takk fyrir mig.

5 ummæli:

Siggadis sagði...

En gaman að heyra að þú ,,skemmtir" þér vel :-) Ávallt velkomið að sjá okkur nöfnurnar slummast ..... :-)

Auður sagði...

Ég er búin að þurrka tárin af hvörmunum og er ánægð með að hafa drifið mig á sýninguna. Hefði helst viljað hafa hana lengri, var farin að lifa mig vel inn í verkið þegar það var bara búið. Annars læt ég þeim það eftir sem vit hafa á að tjá sig um skiptingar og aðrar útfærslur...

Sigga Lára sagði...

Takk'lskurnar! Loxins einhver að tjá sig sem hefur eitthvað vit áussu!

Nafnlaus sagði...

Tvær tillögur að nöfnum á leikritið: Aðeins rúmlega, Lesið í lakið (sem gæti jafnframt verið dulrænn hæfileiki þinn...)

Svandís

Ásta sagði...

Líst vel á hið fyrra - þyrfti kannski að skrifa þennan óþverra bara til að geta notað titilinn.