þriðjudagur, september 28, 2004

Nú er tími stórfelldra breytinga. Fólk flytur inn og út úr húsum. Byrjar og lýkur námi, barneignum, störfum og samböndum. Glímir við heilsuna og hrærir í lánasúpunni. Það er svo komið að ég þekki varla vini mína og ættingja lengur og á ekki von á að þeir þekki mig nokkuð betur. Einhver staðar var Dauðinn í spilunum og við gleymdum að gá.

Helstu breytingarnar í mínu lífi eru auðvitað þær að ég byrjaði í söngnámi, er komin með hljómborð inni í stofu og hafin að hamra út Greensleaves með talsverðum framförum dag frá degi. Ég hef líka tekið upp á því að fara að sofa á skikkanlegum tíma sem var alveg óvart. Siggalára ætlar að yfirgefa mig og flytja heila 2 kílómetra í burtu. Samlíf okkar síðustu 9 mánuði hefur gengið furðuvel þrátt fyrir -og kannski vegna þess - að við hittumst sárasjaldan. Einhvern veginn hefur okkur tekist að haga deginum þannig að við skiptumst á að vera heima og hittumst rétt aðeins áður en við förum að sofa. Persónulega finnst mér ekkert liggja á að hún segi skilið við heimilið en ég skil ósköp vel spenninginn við að flytja í sína eigin æðislegu íbúð.

Að öðru - fyrir ykkar sem hélduð að líf mitt væri búið þegar Buffy hætti og aðeins þunglyndi og eymd á sjóndeildarhringdum þar sem ég lægi snöktandi í uppi í sófa í fósturstellingu og horfði á dvd pakkana mína aftur og aftur - fyrir ykkur hef ég aðeins eitt orð: Lost.

Lífið heldur áfram.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Osho tarot spilin lýsa þessu vel:
Being "in the gap" can be disorienting and even scary. Nothing to hold on to, no sense of direction, not even a hint of what choices and possibilities might lie ahead. Why in the middle do you make so much fuss, becoming so worried, so anxious, so ambitious - why create such despair?
Why not? segi ég bara.