
Ég hef ekki kynnst kjúklingum náið í gegnum tíðina en ég er viss um að okkur mundi koma glimmdrandi vel saman. Svo er þarna líka lokkandi fyrirheit um vera ferjuð á milli staða:
Fyrirtækið sér um að koma starfsmönnum á tínslustaði.
Sláturplan liggur fyrir með töluverðum fyrirvara.
Af hverju við þyrftum að vita sláturplan með fyrirvara veit ég ekki en það er greinilega í rökréttu samhengi við ferjunina og getur bara verið gaman. Og ég bara spyr: hversu oft í lífinu fær maður tækifæri til að handfjatla kjúklinga á köldum vetrarkvöldum?
1 ummæli:
Jæks... huxa að maður huxi sig tvisvar um áður en haldi er á Kentöký í framtíðini....
Skrifa ummæli