þriðjudagur, október 19, 2004

Einhvern tímann fyrir langa, langa löngu vantaði mig aukapening og skráði mig því á vinna.is með von um að hreppa aukavinnu. Hef ég síðan fengið reglulega sendan til mín póst um vænleg störf í boði. Á tímabili fylltist inboxið mitt reglulega af gylliboðum frá Kárahnjúkum en í seinni tíð hefur aðallega verið að bjóða upp á hin ýmsu lagerstörf svo og afgreiðslu og mötuneytisstöður. Ég hef ekki bitið á agnið ennþá. Þangað til í dag. Hvernig er hægt að láta svona atvinnutækifæri framhjá sér fara?

Smellið hér til að sjá stærri mynd

Ég hef ekki kynnst kjúklingum náið í gegnum tíðina en ég er viss um að okkur mundi koma glimmdrandi vel saman. Svo er þarna líka lokkandi fyrirheit um vera ferjuð á milli staða:

Fyrirtækið sér um að koma starfsmönnum á tínslustaði.
Sláturplan liggur fyrir með töluverðum fyrirvara.


Af hverju við þyrftum að vita sláturplan með fyrirvara veit ég ekki en það er greinilega í rökréttu samhengi við ferjunina og getur bara verið gaman. Og ég bara spyr: hversu oft í lífinu fær maður tækifæri til að handfjatla kjúklinga á köldum vetrarkvöldum?

1 ummæli:

Siggadis sagði...

Jæks... huxa að maður huxi sig tvisvar um áður en haldi er á Kentöký í framtíðini....