miðvikudagur, október 06, 2004

Ég var að tékka á vildarpuntastöðu minni og komst að því að ég á nógu marga punkta til að ferðast fram og til baka innanlands. Rétt svo. Helst vildi ég nú fara til London, París, Róm en verð víst að láta mér nægja Ísafjörð, Akureyri, Egilsstaði. Verst að ég á ekkert erindi til þessara staða. Vill einhver koma með mér og búa til erindi?

2 ummæli:

Skotta sagði...

Geturu ekki notað þá uppí...ferð eins og til London? Þá er ekkert svo langt upp til manchester!!

Ásta sagði...

Ég vildi óska - en það er ekki hægt að fá bara að borga mismuninn. Annað hvort á maður alla punktana eða maður borgar fullt gjald og ég þyrfti að eiga tvöfalt fleiri punkta til að komast til London :(