mánudagur, október 25, 2004
Ég gef hérmeð út þá yfirlýsingu að ég ætla í sund eftir vinnu í dag. Hef verið að humma það fram af mér síðustu vikur og hreint út sagt ekki látið það hvarfla að mér vegna veðurs en í morgun mundi ég svo skyndilega eftir Sundhöllinni. Ég var hætt að fara þangað því það var alltaf allt morandi í krökkum að koma úr skólasundi að dýfa sér af köntum og almennt láta öllum illum látum en nú eru þau öll í verkfalli og þ.a.l. ekki í aðstöðu til að gera mér lífið leitt! Sundhöllin getur verið mín á ný!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli