mánudagur, október 18, 2004

Við Auður erum á leið í lýtaaðgerð. Það er ekkert annað hægt í stöðunni. Á laugardagskvöldið vorum við rauðar, rjóðar og sællega á 22 og í sæluvímu yfir eigin fegurð og glæsileika fannst okkur tilvalið að smella af okkur mynd og setja á bloggið (sjá mynd hér fyrir neðan). Í dag skvettist svo holskefla ískalds raunveruleikans yfir okkur með látum. Við erum víst eftir allt saman ljótar sem rass og aðhlátursefni í þokkabót. Á hin 15 ára gamla breska skjaldbaka Tasha Baker margar þakkir skyldar fyrir augljóslega löngu tímabært komment við myndina góður. Ég vona bara að hún haldi áfram að veiti fólki í neyð bráðnauðsynlega leiðsögn um óravegi veraldarvefsins.

Engin ummæli: