laugardagur, október 09, 2004
Ég fór að rifja upp alla þá leigjendur sem hafa hírst í litlu kjallaraholunni minni frá því að ég keypti þessa íbúð. Mér telst til að þeir séu 7. Flestir hafa látið sig hafa það að hanga þarna niðri, ekkert kvartað og látið fara lítið fyrir sér. Það eru þó alltaf undantekningar:
1. Fyrsti leigjandinn minn var sænsk stelpa. Hún var hjá mér í svona tvo mánuði og leið bara vel held ég. Hún var að vinna (eitthvað lítið) í Baðhúsínu og staðsetningin hentaði henni. Ég gerði allt sem ég gat til að láta henni líða sem best og lánaði henni meira að segja einu sinni bunka af spólum til að horfa á. Hún sagði upp herberginu eftir tvo mánuði með stuttum fyrirvara og flutti aftur til Svíðþjóðar. Hún skildi eftir sig slatta af tepokum, grænan vasa, stóran stauk af þurrkuðu parsley og svarta kommóðu en hirti hins vegar spólurnar mínar.
2. Leigjandi númer tvö var Svandís. Það þarf ekki að taka það fram að hún er besti leigjandi sem dvalið hefur þarna niðri. Hún entist í þá 5 mánuði sem liðu frá sölu íbúðar hennar og þangað til hún flutti til Frakklands. Ég held að hún hafi verið fegin að fara og lái ég henni það ekki. Það getur varla hafa verið auðvelt að búa við hliðina á gamla karlinum sem strompaði pípu allan liðlangan daginn og lokaði ekki hurðinni þegar hann fór á klósattið.
3. Þriðji leigjandinn var önnur stelpa - að þessu sinni argentínsk. Hrikalega horuð manneskja. Hún var víst að flýgja ómögulegan eiginmann og vann á veitingastað. Hún entist í 2-3 mánuði og hvarf rétt fyrir mánaðarmót án þess að kveðja kóng eða prest. Hún hirti ekkert en skildi eftir sig póst frá Landsspítalanum vegna lifrarbólurannsókna.
4. Fjórði leigjandinn var strákur og fannst mér mál til komið því mér fannst líklegra að strákur sætti sig við að búa við hliðina á gamla karlinum heldur en stelpa. Hann entist í tæpt ár og var aldrei vesen á honum. Ja, nema þegar hann og vinur hans gerðust boðflennur í þrítugsafmæli mínu, útúrspíttaðir og nærri drápu vini mína úr leiðindum með lygasögum. Ég fékk hann þó til að laga loftnetstenginguna í húsinu. Hann sagði einnig upp með dagsfyrirvara, skildi ekkert eftir en hirti loftnetssnúruna úr herberginu.
5. Þegar þarna var komið við sögu var gamli karlinn fluttur út og enginn í hinu kjallaraherberginu. Fannst mér mál til komið að fá stelpu inn og fimmti leigjandinn var rúmlega tvítug stelpa í iðnskólanámi. Hún virkaði feimin og indæl og fannst mér ómögulegt að láta hana búa við viðbjóðinn sem baðherbergið var orðið og því var ráðist í löngu tímabærar aðgerðir við að gera það upp. Hún þakkað fyrir sig með því að ná sér í kærasta sem kom henni upp á hassbragðið og laðaði að sér handrukkara. Þegar sæt stybban var farin fylla hvern krók og kima í húsinu fannst mér nóg komið og losaði mig við hana.
6. Nú vildi ég fá smá öryggi og þegar nágrannakona mín á efri hæðinni sagði mér að frænda hennar vantaði herbergi vildi ég ólm fá hann því ég þóttist viss um að hann yrði ekki með vesen í húsi frænku sinnar. Svo varð heldur ekki og var hann sjötti leigjandinn minn í 4 mánuði. Þá skipti hann að sjálfsögð yfir í herbergi frænku sinnar sem er stærra en hann fær fyrir sömu leigu. Hann tók með sér kommóðuna sem sænska stelpa skildi eftir.
7. Ég veit ekki hvort hann skildi eitthvað eftir í herberginu því að um leið og hann flytur út flytur vinur hans inn. Sá er bandarískur og með honum í námi. Þeir eru þarna niðri kumpánarnir og nota kjallarann mikið sem eina "stóra" íbúð. Þegar þeir komu upp eldhúsaðstöðu á ganginum fannst mér nóg um og lét útbúa eldhús í geymslunni minni. Þeir eru duglegir að elda en ekki svo mjög að þrífa. Kjallarinn hefur aldrei verið jafn skítugur en þeir eru ekki á leiðinni út í bráð og það er þó ekkert vesen á þeim. Og þá er ég (loksins) sátt.
Viðauki: þegar ég tala hérna um leiðinlega leigjandann á ég ekki við neinn af mínum þótt misjafnir séu heldur mann sem bjó á tímabili í hinu herberginu. Hann notaði aðstöðuna til að dömpa dóti sínu um gangana og garðinn og gerir enn þótt hann sé löngu fluttur. Það má vera að ég hati hann.
1. Fyrsti leigjandinn minn var sænsk stelpa. Hún var hjá mér í svona tvo mánuði og leið bara vel held ég. Hún var að vinna (eitthvað lítið) í Baðhúsínu og staðsetningin hentaði henni. Ég gerði allt sem ég gat til að láta henni líða sem best og lánaði henni meira að segja einu sinni bunka af spólum til að horfa á. Hún sagði upp herberginu eftir tvo mánuði með stuttum fyrirvara og flutti aftur til Svíðþjóðar. Hún skildi eftir sig slatta af tepokum, grænan vasa, stóran stauk af þurrkuðu parsley og svarta kommóðu en hirti hins vegar spólurnar mínar.
2. Leigjandi númer tvö var Svandís. Það þarf ekki að taka það fram að hún er besti leigjandi sem dvalið hefur þarna niðri. Hún entist í þá 5 mánuði sem liðu frá sölu íbúðar hennar og þangað til hún flutti til Frakklands. Ég held að hún hafi verið fegin að fara og lái ég henni það ekki. Það getur varla hafa verið auðvelt að búa við hliðina á gamla karlinum sem strompaði pípu allan liðlangan daginn og lokaði ekki hurðinni þegar hann fór á klósattið.
3. Þriðji leigjandinn var önnur stelpa - að þessu sinni argentínsk. Hrikalega horuð manneskja. Hún var víst að flýgja ómögulegan eiginmann og vann á veitingastað. Hún entist í 2-3 mánuði og hvarf rétt fyrir mánaðarmót án þess að kveðja kóng eða prest. Hún hirti ekkert en skildi eftir sig póst frá Landsspítalanum vegna lifrarbólurannsókna.
4. Fjórði leigjandinn var strákur og fannst mér mál til komið því mér fannst líklegra að strákur sætti sig við að búa við hliðina á gamla karlinum heldur en stelpa. Hann entist í tæpt ár og var aldrei vesen á honum. Ja, nema þegar hann og vinur hans gerðust boðflennur í þrítugsafmæli mínu, útúrspíttaðir og nærri drápu vini mína úr leiðindum með lygasögum. Ég fékk hann þó til að laga loftnetstenginguna í húsinu. Hann sagði einnig upp með dagsfyrirvara, skildi ekkert eftir en hirti loftnetssnúruna úr herberginu.
5. Þegar þarna var komið við sögu var gamli karlinn fluttur út og enginn í hinu kjallaraherberginu. Fannst mér mál til komið að fá stelpu inn og fimmti leigjandinn var rúmlega tvítug stelpa í iðnskólanámi. Hún virkaði feimin og indæl og fannst mér ómögulegt að láta hana búa við viðbjóðinn sem baðherbergið var orðið og því var ráðist í löngu tímabærar aðgerðir við að gera það upp. Hún þakkað fyrir sig með því að ná sér í kærasta sem kom henni upp á hassbragðið og laðaði að sér handrukkara. Þegar sæt stybban var farin fylla hvern krók og kima í húsinu fannst mér nóg komið og losaði mig við hana.
6. Nú vildi ég fá smá öryggi og þegar nágrannakona mín á efri hæðinni sagði mér að frænda hennar vantaði herbergi vildi ég ólm fá hann því ég þóttist viss um að hann yrði ekki með vesen í húsi frænku sinnar. Svo varð heldur ekki og var hann sjötti leigjandinn minn í 4 mánuði. Þá skipti hann að sjálfsögð yfir í herbergi frænku sinnar sem er stærra en hann fær fyrir sömu leigu. Hann tók með sér kommóðuna sem sænska stelpa skildi eftir.
7. Ég veit ekki hvort hann skildi eitthvað eftir í herberginu því að um leið og hann flytur út flytur vinur hans inn. Sá er bandarískur og með honum í námi. Þeir eru þarna niðri kumpánarnir og nota kjallarann mikið sem eina "stóra" íbúð. Þegar þeir komu upp eldhúsaðstöðu á ganginum fannst mér nóg um og lét útbúa eldhús í geymslunni minni. Þeir eru duglegir að elda en ekki svo mjög að þrífa. Kjallarinn hefur aldrei verið jafn skítugur en þeir eru ekki á leiðinni út í bráð og það er þó ekkert vesen á þeim. Og þá er ég (loksins) sátt.
Viðauki: þegar ég tala hérna um leiðinlega leigjandann á ég ekki við neinn af mínum þótt misjafnir séu heldur mann sem bjó á tímabili í hinu herberginu. Hann notaði aðstöðuna til að dömpa dóti sínu um gangana og garðinn og gerir enn þótt hann sé löngu fluttur. Það má vera að ég hati hann.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli