miðvikudagur, október 20, 2004
Mig langar að blogga en hef ekkert eins spennandi og ný íbúðarkaup og ofur-rómantíska kærasta að segja frá eins og sumir.
Það er hins vegar eitt og annað að bresta á (þó ekki á íbúðar eða kærasta vígstöðvunum). Sigga Lára flytur hvað úr hverju og þá þarf ég skyndilega að fara að koma stofunni í minni í einhvers konar horf sem móðir mín hefur ekki ástæður til að agnúasta út af. Tölvan fer samt ekki fet sama hvað mútter tuðar. Það eru alls konar skemmtilegir hlutir að gerast næstu helgi og hef ég fyllilega hugsað mér að taka þátt í því enda athafnasemi eina leiðin til að halda á sér hita. Margt smátt í Borgaleikhúsinni verður áreiðanlega jafn skemmtilegt og í fyrra og svo verður Reykjavík gjörsamlega að springa úr tónleikahaldi þótt ég sé nú reyndar gjörn á að sniðganga svona atburði og sækja í sömu hljómsveitirnar.
Ég man ekki hvort ég hef eitthvað bloggað um bíókvöldin okkar Auðar - eða hvort hún hefur gert það - en síðustu vikur höfum við haft það fyrir reglu að hittast á þriðjudagkvöldum, horfa á "Amazing race" og einhverja vel valda kvikmynd. Helst með feminísku ívafi. Þessi iðja hefur mælst vel fyrir hjá okkur báðum og hefur endurvakið áhuga minn á hinum ýmsum kvikmyndum - áhuga sem annars var við það að drukkna í raunveruleikaþáttaflóði. Eftir nokkurra vikna seti er listinn sem hér segir (í áhorfstímaröð):
Iron Jawed Angels
The Stepford Wives (1975)
The Eternal Sunshine of the Spotless Mind
The Revenge of the Stepford Wives
Ginger Snaps
Sú síðasta er reyndar á listanum fyrir smá svindl því við höfum ekki horft á hana ennþá. Bíókvöldið okkar féll niður í gær sökum utan að komandi áhrifa og verður því haldið í kvöld. Ég er með divx útgáfu af Ginger Snaps tilbúna í tölvunni því DVD diskurinn minn er týndur einhvers staðar heima hjá Nönnu. Sem er í góðu lagi þegar svona auðvelt er að dánlóda því sem maður vill. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það ætti að vera rétt og gott. Ég er búin að borga fyrir myndina og ætti alveg að mega dánlóda henni eins og mér sýnist!
Úps hvernig lenti ég upp á þessum sápukassa?
Það er hins vegar eitt og annað að bresta á (þó ekki á íbúðar eða kærasta vígstöðvunum). Sigga Lára flytur hvað úr hverju og þá þarf ég skyndilega að fara að koma stofunni í minni í einhvers konar horf sem móðir mín hefur ekki ástæður til að agnúasta út af. Tölvan fer samt ekki fet sama hvað mútter tuðar. Það eru alls konar skemmtilegir hlutir að gerast næstu helgi og hef ég fyllilega hugsað mér að taka þátt í því enda athafnasemi eina leiðin til að halda á sér hita. Margt smátt í Borgaleikhúsinni verður áreiðanlega jafn skemmtilegt og í fyrra og svo verður Reykjavík gjörsamlega að springa úr tónleikahaldi þótt ég sé nú reyndar gjörn á að sniðganga svona atburði og sækja í sömu hljómsveitirnar.
Ég man ekki hvort ég hef eitthvað bloggað um bíókvöldin okkar Auðar - eða hvort hún hefur gert það - en síðustu vikur höfum við haft það fyrir reglu að hittast á þriðjudagkvöldum, horfa á "Amazing race" og einhverja vel valda kvikmynd. Helst með feminísku ívafi. Þessi iðja hefur mælst vel fyrir hjá okkur báðum og hefur endurvakið áhuga minn á hinum ýmsum kvikmyndum - áhuga sem annars var við það að drukkna í raunveruleikaþáttaflóði. Eftir nokkurra vikna seti er listinn sem hér segir (í áhorfstímaröð):
Iron Jawed Angels
The Stepford Wives (1975)
The Eternal Sunshine of the Spotless Mind
The Revenge of the Stepford Wives
Ginger Snaps
Sú síðasta er reyndar á listanum fyrir smá svindl því við höfum ekki horft á hana ennþá. Bíókvöldið okkar féll niður í gær sökum utan að komandi áhrifa og verður því haldið í kvöld. Ég er með divx útgáfu af Ginger Snaps tilbúna í tölvunni því DVD diskurinn minn er týndur einhvers staðar heima hjá Nönnu. Sem er í góðu lagi þegar svona auðvelt er að dánlóda því sem maður vill. Þetta er einmitt ástæðan fyrir því að það ætti að vera rétt og gott. Ég er búin að borga fyrir myndina og ætti alveg að mega dánlóda henni eins og mér sýnist!
Úps hvernig lenti ég upp á þessum sápukassa?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli