fimmtudagur, apríl 28, 2005
Ég stóð við stóru orðin; verð orðin vel tengd eftir helgi hjá Hringiðunni og dásemdin hún Heiða Skúla ætlar að hjálpa mér að halda fjármálum mínum frá óreiðu. Svo er ég að fá nýjan leigjanda þessi mánaðamót. Hann verður að vísu bara í þrjá mánuði en nýir leigjendur eru alltaf boðberar batnandi hags. Ef ég get svo bara haldið heimili mínu flóalausu og komið tölvunni í lag verð ég kát sem lifrarpylsa.
Söngprófið ógurlega gekk svona og svona. Ég er ekki fyllilega dómbær á það sjálf en veit þó að ég var alltof stressuð. Sennilega vegna þess að ég var í aðstæðum sem ég hef aldrei verið í áður. Síðasta lagið mitt (Blítt er undir björkunum) var víst ágætt. Magadanssýningin var hins vegar ekkert stressandi og leið mér eins og blómi í eggi þarna uppi á sviði með mjaðmahnykki. Sýningin fór fram í Tjarnabíó sem ég þekki nú alveg ágætlega og kannast vel við mig uppi á sviðinu. Það hjálpaðist því allt að; mér leið eins og heima hjá mér, það var enginn í salnum sem ég þekkti, ég var ein af 12 dönsurum og hverfandi líkur á að einhver væri að fókusa á mig og mín mistök, við vorum byrjendahópur svo væntingarnar voru mjög lágar og svo var mér bara hjartanlega sama. Ég er enginn dansari og hef enga þörf fyrir að sanna mig á því sviði.
Ég væri aftur á móti alveg til í fá þetta annað stig...
Söngprófið ógurlega gekk svona og svona. Ég er ekki fyllilega dómbær á það sjálf en veit þó að ég var alltof stressuð. Sennilega vegna þess að ég var í aðstæðum sem ég hef aldrei verið í áður. Síðasta lagið mitt (Blítt er undir björkunum) var víst ágætt. Magadanssýningin var hins vegar ekkert stressandi og leið mér eins og blómi í eggi þarna uppi á sviði með mjaðmahnykki. Sýningin fór fram í Tjarnabíó sem ég þekki nú alveg ágætlega og kannast vel við mig uppi á sviðinu. Það hjálpaðist því allt að; mér leið eins og heima hjá mér, það var enginn í salnum sem ég þekkti, ég var ein af 12 dönsurum og hverfandi líkur á að einhver væri að fókusa á mig og mín mistök, við vorum byrjendahópur svo væntingarnar voru mjög lágar og svo var mér bara hjartanlega sama. Ég er enginn dansari og hef enga þörf fyrir að sanna mig á því sviði.
Ég væri aftur á móti alveg til í fá þetta annað stig...
miðvikudagur, apríl 27, 2005
Hætt. Farin. Stend ekki í þessari vitleysu lengur. Er ekki sérlega vond manneskja og finnst ég ekki eiga þetta skilið.
Heiða, ég ætla að flytja öll mín bankaviðskipti til þín frá Íslandsbanka.
Halldór, gamli vinnuveitandinn þinn má hirða alla ADSL þjónustu af OgVondafón.
Ég bið ekki um mikið – bara að ég fái þá lágmarksþjónustu sem ég er að borga fyrir og engar endalausar helvítis þrætur. Bæði fyrirtæki reyndu fyrir svona hálftíma síðan að sannfæra mig um að ég hafi aldrei reynt að færa ADSL gjöldin yfir í greiðsluþjónustuna. En ég fór að leita og fann þetta. Ha! Gripin glóðvolg! Hvar væri maður eiginlega án bloggsins?
Heiða, ég ætla að flytja öll mín bankaviðskipti til þín frá Íslandsbanka.
Halldór, gamli vinnuveitandinn þinn má hirða alla ADSL þjónustu af OgVondafón.
Ég bið ekki um mikið – bara að ég fái þá lágmarksþjónustu sem ég er að borga fyrir og engar endalausar helvítis þrætur. Bæði fyrirtæki reyndu fyrir svona hálftíma síðan að sannfæra mig um að ég hafi aldrei reynt að færa ADSL gjöldin yfir í greiðsluþjónustuna. En ég fór að leita og fann þetta. Ha! Gripin glóðvolg! Hvar væri maður eiginlega án bloggsins?
þriðjudagur, apríl 26, 2005
Auður er loksins að koma aftur til norðurhvelsins á morgun. Ég hef greinlega blendnar tilfinningar varðandi heimkomu hennar því mig dreymdi í alla nótt að við værum í einhverjum mega innkaupaleiðangri í verslunarmiðstöð dauðans og ég var í sífellu að týna eigum mínum; úrum, fötum og, það sem var allra sárast, töskunni sem hvarf algjörlega fyrir rest. Auður hins vegar æddi ótrauð áfram í kaupbríma og hafði hvorki tíma né þolinmæði til að sinna þessari ringluðu vinkonu sinni. Á einum tímapunkti vippaði hún út einhverri græju sem var kannski og kannski ekki sími en gat stækkað ca. tífalt, stoppaði túrista með vídeóupptökuvél, þreif hana af honum og plöggaði sína græju inn í hans í því skyni að komast á netið og gera eitthvað gasalega sniðugt. Ég stóð bara og gapti og skildi ekki neitt í neinu. Túristinn var álíka gáttaður. Auður hins vegar virtist alveg vita hvað hún var að gera.
Undir lokin var hún sennilega orðin þreytt á töskudramanu mínu því rétt áður en ég vaknaði var ég ein ráfandi um ganga og búðir í örvæntingafullri leit að eigum mínum.
Sumir mundu kannski túlka þennan draum á þann veg að ég sé að deyja úr öfund yfir öllu því æðislega sem hún er búin að upplifa í Ástralíu síðasta mánuðinn á meðan ég hef velkst um í hversdagsleikanum og daglega baslinu hérna heima í grámyglunni og sjái aðeins fram á meira slíkt.
En ekki ég. Það er deginu ljósara að einhverjar æðri vættir eru að vara mig við tælandi aðdráttarafli kapítalismans og hverfuleika veraldlegra eigna. Þetta er fyrsti kommúníski draumurinn sem mig hefur nokkurn tímann dreymt. Ég veit hins vegar ekki alvega hvernig Auður spilar inn þessa aldagömlu togstreitu. Við þurfum að setjast niður og ræða málin þegar hún kemur heim.
Undir lokin var hún sennilega orðin þreytt á töskudramanu mínu því rétt áður en ég vaknaði var ég ein ráfandi um ganga og búðir í örvæntingafullri leit að eigum mínum.
Sumir mundu kannski túlka þennan draum á þann veg að ég sé að deyja úr öfund yfir öllu því æðislega sem hún er búin að upplifa í Ástralíu síðasta mánuðinn á meðan ég hef velkst um í hversdagsleikanum og daglega baslinu hérna heima í grámyglunni og sjái aðeins fram á meira slíkt.
En ekki ég. Það er deginu ljósara að einhverjar æðri vættir eru að vara mig við tælandi aðdráttarafli kapítalismans og hverfuleika veraldlegra eigna. Þetta er fyrsti kommúníski draumurinn sem mig hefur nokkurn tímann dreymt. Ég veit hins vegar ekki alvega hvernig Auður spilar inn þessa aldagömlu togstreitu. Við þurfum að setjast niður og ræða málin þegar hún kemur heim.
mánudagur, apríl 25, 2005
Enn ein helgin horfin í tilgangsleysið. Og þó - kannski ekki tilgangsleysi. Ég kom einu og öðru í verk; fór í söngtíma á laugardaginn, tók þátt í magadagnssýningu seinna um daginn og bjó til sushi um kvöldið. Á sunnudaginn var löng söngæfing með píanóundirleik og svo sundferð. Þvoði þvottinn sem gleymdist blautur í þvottavélinni í viku tvisvar sinnum og hengdi út á snúru. Má kannski vera þokkalega sátt með dagsverkin.
Byrjaði nýja vinnuviku vel útsofin og hafa vinnuveitendur mínir væntanlega séð einhverja nauðsyn í því líka því enginn hringdi í mig til að vekja mig. Fyrir vikið mætti ég um ellefuleytið til vinnu og hafði enginn hérna vit á að skamma mig eða svo mikið sem sem lyfta annarri augnbrún. Annars eru sviftingar í vændum á vinnusviðinu. Er að fara að taka að mér umtals meiri ábyrgð og flóknari verkefni - reyndar tímabundið en kannski fæ ég nokkrar auka krónur út úr því og það er nú það sem skiptir máli.
Söngpróf á morgun. Anda djúpt og rólega. Þarf bara að geta sungið lögin lýtalaust með hárréttum framburði (hvort sem er ítalskur, þýskur eða íslenskur), réttum takti, áherslum og alls, alls ekki ruglast á texta. Já og syngja a cappella eftir nótum. Og án nótna. Og örugglega eitthvað fleira sem ég hef ekki hugmynd um! Anda ... anda ...
Er tölvulega illa fyrir kölluð heima hjá mér þessa daga. Skrapatólið hefur ekki virkað í viku og þarf væntanlega að skipta um móðurborð í því. Þetta þýðir engin netsamskipti við mig fyrir utan vinnutíma og engir erlendir sjónvarpsþættir sem ég get glápið á í tíma og ótíma.
Já og litla Heiða Rachel Wilkins Svandísardóttir er dásamlega fagurt barn :)
Byrjaði nýja vinnuviku vel útsofin og hafa vinnuveitendur mínir væntanlega séð einhverja nauðsyn í því líka því enginn hringdi í mig til að vekja mig. Fyrir vikið mætti ég um ellefuleytið til vinnu og hafði enginn hérna vit á að skamma mig eða svo mikið sem sem lyfta annarri augnbrún. Annars eru sviftingar í vændum á vinnusviðinu. Er að fara að taka að mér umtals meiri ábyrgð og flóknari verkefni - reyndar tímabundið en kannski fæ ég nokkrar auka krónur út úr því og það er nú það sem skiptir máli.
Söngpróf á morgun. Anda djúpt og rólega. Þarf bara að geta sungið lögin lýtalaust með hárréttum framburði (hvort sem er ítalskur, þýskur eða íslenskur), réttum takti, áherslum og alls, alls ekki ruglast á texta. Já og syngja a cappella eftir nótum. Og án nótna. Og örugglega eitthvað fleira sem ég hef ekki hugmynd um! Anda ... anda ...
Er tölvulega illa fyrir kölluð heima hjá mér þessa daga. Skrapatólið hefur ekki virkað í viku og þarf væntanlega að skipta um móðurborð í því. Þetta þýðir engin netsamskipti við mig fyrir utan vinnutíma og engir erlendir sjónvarpsþættir sem ég get glápið á í tíma og ótíma.
Já og litla Heiða Rachel Wilkins Svandísardóttir er dásamlega fagurt barn :)
mánudagur, apríl 18, 2005
Og hausinn er eitthvað illa áskrúfaður eftir Danmerkurdvölin...
Til hamingju með afmælið Skotta!
Því miður hef ég enga gjöf í fórum mínum eins og stendur en vonandi mun þetta auka á ánægjustuðul dagsins ;)
Til hamingju með afmælið Skotta!
Því miður hef ég enga gjöf í fórum mínum eins og stendur en vonandi mun þetta auka á ánægjustuðul dagsins ;)
Nú er runninn upp próftími - í fyrsta skipti í alltof langan tíma. Ég er að fara í tónfræðipróf næsta miðvikudag og söngpróf eftir slétta viku. Öll aðstoð væri gríðarlega vel þegin og er ég tilbúin að bjóða bjór, nudd, hina ýmsustu sjónvarpsþætti + ævaranlegt þakklæti að launum. Þið fáið hvergi betri díl.
Og svo það fari nú örugglega ekki á milli mála þá er mér fúlasta alvara. Ég þarf hjálp!
Og svo það fari nú örugglega ekki á milli mála þá er mér fúlasta alvara. Ég þarf hjálp!
Jæja - komin fersk og sæl heim frá baunalandi þar sem ég drakk meiri bjór en ég hef nokkurn tímann áður á ævinni - samanlagt. Sif og Grímur - vinafólk Jóhönnu Ýr - voru ótrúlega gestirisin og komið fram við okkur mágkonunar sem höfðingja. Dýrindis matur öll kvöldin og almenn athygli og skemmtun hjálpuðust til við að gera þetta ferðalag eins vel heppnað og hægt var að hugsa sé. Svo æfðist maður í dönskunni þar sem prinsinn á heimilinu (fjögurra ára) talaði ekkert annað þótt hann skildi íslenskuna. Ég kúgvendi kvæði mínu í kross og keypti ekkert af DVD og álíka óþarfa en fann í staðinn búð á Strikinu (Indiska) sem virtist sérhönnuð með mig í huga og týndi mér í fata og prjálkaupum aldrei þessu vant. Annars var þetta nokkuð týpist Kaupmannahafnarför. Það var að sjálfsögðu haldið á Strikið, kíkt í Tívolí og drukkið óheyrilega mikið magn af bjór. Föstudagur var flöskudagur að íslenskum sið og sátum við langt fram eftir nóttu heima við og hlustuðum á hið myndarlega 80's safn sem skötuhjúin áttu á vínil (Ultravox rokkar!) Gátum því miður ekkert dansað því nálin hoppaði svo svakalega á fóninu ef fæti var stigið eðilega niður á viðargólfið. Því vorum við tiplandi þarna í góðum fíling til svona 3-4 og kíktum þá loksins niður í bæ og á djammmenninguna. Við vorum þó ekki mjög lengi og þegar við komum til baka fóru Jóhanna Ýr og Grímur að stúderuðu lágmenninguna á Amager fram undir morgun á meðan við Sif fórum bara að sofa.
Semsagt; batteríin vel hlaðin og ég tilbúin að takast við grámyglu hversdagsins með bros á vör. Svo fæ ég nýjan leigjanda - liggaliggalá!
Að merkari atburðum: til hamingju Svandís með dótturina sem fæddist í gærkvöldi! Nú viljum við sjá myndir af henni fyrir utan móðurkvið.
Semsagt; batteríin vel hlaðin og ég tilbúin að takast við grámyglu hversdagsins með bros á vör. Svo fæ ég nýjan leigjanda - liggaliggalá!
Að merkari atburðum: til hamingju Svandís með dótturina sem fæddist í gærkvöldi! Nú viljum við sjá myndir af henni fyrir utan móðurkvið.
mánudagur, apríl 11, 2005
Það er óttalegur mánudagur í mér í dag. Ég virðist hálf fúl út í lífið og tilverunar sem er hvorki lífinu né tilverunni að kenna - sennilega of litlum svefni. Þannig að - ef ég hljóma eitthvað leiðinleg og afundin í dag er ekki neinu öðru um að kenna heldur en fýlulegu lundarfari.
Planið er að drekka nóg mikla vökva og skella sér í ærlegan Bollywood hristing seinni partinn. Síðan er hægt að taka alla geðvonsku út á hálfvitunum í Survivor og í kjölfarið gleðjast yfir því að hafa ekki lent í flugslysi nýlega. Ef ég á svo að fara í full Pollyönnu-herklæði má taka það fram að kvefið er svotil farið, ég er farin að geta æft mig fyrir söngtíma á ný (ekki seinna að vænna) og það eru 80% líkur á að ég sé komin með nýjan leigjanda (en það eru reyndar 90% líkur á að sú tala sé ofreiknuð.)
Planið er að drekka nóg mikla vökva og skella sér í ærlegan Bollywood hristing seinni partinn. Síðan er hægt að taka alla geðvonsku út á hálfvitunum í Survivor og í kjölfarið gleðjast yfir því að hafa ekki lent í flugslysi nýlega. Ef ég á svo að fara í full Pollyönnu-herklæði má taka það fram að kvefið er svotil farið, ég er farin að geta æft mig fyrir söngtíma á ný (ekki seinna að vænna) og það eru 80% líkur á að ég sé komin með nýjan leigjanda (en það eru reyndar 90% líkur á að sú tala sé ofreiknuð.)
fimmtudagur, apríl 07, 2005
Það er víst eðlilegt að eftir leiðinlega flensulegu fari mann að iða í skinninu eftir hreyfinu og félagsskap. Við Nanna höfum ákveðið að slá tvær flugur í einu rothöggi og eru búnar að skrá okkur á námskeið í magadansi og Bollywood og bara öllum þeim námskeiðum sem okkur dettur í hug að mæta á. Byrjum í kvöld og munum aukast á mjaðmaþokka og kvenlegum fínhreyfinum út mánuðinn. Ef grey mjöðmin mín (sem er orðin svo fyrirferðamikil í mínu lífi sem sjálfstæð vera að ég er að hugsa um að finna á hana nafn) hefur ekki gott af þessu er fokið í flest skjól. Svo eru tímarnir í Skipholti – gætu ekki verið í betra göngufæri. Sem er eins gott því bíllinn minn gafst upp fyrir kuldanum í morgun. Harðneitaði að fara í gang og þegar ég reyndi að pressa eitthvað á hann byrjaði hann pípa í örvæntingu og hunsaði tilraunir til að slökkva á hávaðanum. Pabbi kom og náði í mig og rafgeyminn og ef allt gengur eftir get ég náð í hann vel mettan í kvöld (uh... þ.e.a.s. rafgeyminn.)
Í heimsfréttum: sennilega best að forðast Flórída eins vítisloga helvítis næstu árin.
Í heimsfréttum: sennilega best að forðast Flórída eins vítisloga helvítis næstu árin.
mánudagur, apríl 04, 2005
Þá er maður loksins að skríða upp úr eymdinni. Mikil lifandi ósköp er þetta nú ekki gaman. En ... mesti óþverrinn að baki og betri heilsa í sjónmáli. Gerði ekki mikið af viti í gær – enda á fullu að láta mér batna – en tókst þó að draga nágrannakonuna inn í syndsamlegt líferni ólöglegs niðurhals. Hún var kampakát yfir þessari nýfengnu þekkingu og er örugglega að misnota tenginguna sína sem mest hún má í þessum skrifuðu orðum. Eftirfarandi lærdóm má draga af þessu: Ef ég fer niður tek ég alla með mér! Kaupmannahafnarreisan okkar Jóhönnu Ýr vindur upp á sig og ætlar núna ein vinkona hennar að fá að koma með. Ég þekki hana nú ekkert að ráði en þetta verður örugglega bara gaman.
Vil hérmeð óska Sigguláru til hamingju með að vera formlega stiginn inn á fertugsaldurinn í dag og Stebba með að hafa nálgast hina gullnu (blikkandi) tölu enn frekar síðastliðinn laugardag.
Annars er mig farið að gruna að dagskrárdeild ríkissjónvarpsins lesið bloggið mitt. Allir þeir þættir sem ég hef eitthvað tjáð mig um hafa verið – eða munu verða - teknir til sýningar á RÚV. Desperate Housewives byrjaði fyrir nokkru, fyrsti þátturinn af Lost er í kvöld (allir að horfa – RÚV er ekki með endursýningar!) og ég gat ekki betur séð á auglýsingunum en að Little Britain hefjist bráðlega. Þá er bara að vona að holskefla breskra lögguþátta sé í rénum – þetta var orðið soldið þreytt. Þótt það sé vissulega freistandi að nota þessi nýuppgötvuðu krafta mína til ills (skrifa lofsamlega dóma um Tru Calling og sjá hvað gerist) finnst mér talsvert brýnna að minnast á þrjá þætti sem ég hef nýlega uppgötvað mér til mikillar ánægju.
Veronica Mars – aka Nancy Drew á nýrri öld. Fjallar um hina 17 ára Veronicu sem var áður ein vinsælasta stelpan í skólanum en féll í ónáð eftir að besta vinkona hennar var hrottalega myrt og lögreglustjórinn faðir hennar sakaði forríkan föður stúlkunnar um morðið. Já og Veronicu var byrlað eitur, henni nauðgað og móðir hennar hvarf. Nú vinnur hún á einkaspæjaraskrifstofu föður síns, hjálpar honum og skólasystkinum sínum með mál og reynir að leysa gátuna um morð vinkonu sinnar. Vel skrifaðir þættir með fullt af húmor. Hefur verið líkt við Buffy mínus allt hið yfirnáttúrulega.
Numb3rs. Nokkuð lunkinn sakamálaþáttur úr smiðju Ridley Scott um alríkislögreglumann sem fær stærðfræðisénið hann bróður sinn til að hjálpa við lausn mála. Talsvert meira í þættina spunnið en þessi lýsing segir til um.
House – aka ef Sherlock Holmes hefði verið læknir. Þetta er allt annað en ER eftirherma. Hérna eru sjúkdómar settir upp sem sakamál og hinn mannfælni og illúðlegi Dr. House keppist við að finna lausnina. Er með nokkra velviljaða unglækna á sínum snærum sem hann getur pískað eins og hann vill. Þessi læknir (leikinn af Hugh Laurie) á ekki svo lítið sameiginlegt með hinum fræga spæjara þar sem aðferðafræði þeirra er mjög svipuð svo og ást þeirra á vanabindandi lyfjum. Fullt af húmor og póltískri ranghugsun.
Nú bíð ég bara spent eftir því að sjá hvað poppar upp á dagskrá RÚV næstu mánuðina. Því það hlýtur að vera nokkuð ljóst núna að ég hef alltaf rétt fyrir mér um svona mál.
Vil hérmeð óska Sigguláru til hamingju með að vera formlega stiginn inn á fertugsaldurinn í dag og Stebba með að hafa nálgast hina gullnu (blikkandi) tölu enn frekar síðastliðinn laugardag.
Annars er mig farið að gruna að dagskrárdeild ríkissjónvarpsins lesið bloggið mitt. Allir þeir þættir sem ég hef eitthvað tjáð mig um hafa verið – eða munu verða - teknir til sýningar á RÚV. Desperate Housewives byrjaði fyrir nokkru, fyrsti þátturinn af Lost er í kvöld (allir að horfa – RÚV er ekki með endursýningar!) og ég gat ekki betur séð á auglýsingunum en að Little Britain hefjist bráðlega. Þá er bara að vona að holskefla breskra lögguþátta sé í rénum – þetta var orðið soldið þreytt. Þótt það sé vissulega freistandi að nota þessi nýuppgötvuðu krafta mína til ills (skrifa lofsamlega dóma um Tru Calling og sjá hvað gerist) finnst mér talsvert brýnna að minnast á þrjá þætti sem ég hef nýlega uppgötvað mér til mikillar ánægju.
Veronica Mars – aka Nancy Drew á nýrri öld. Fjallar um hina 17 ára Veronicu sem var áður ein vinsælasta stelpan í skólanum en féll í ónáð eftir að besta vinkona hennar var hrottalega myrt og lögreglustjórinn faðir hennar sakaði forríkan föður stúlkunnar um morðið. Já og Veronicu var byrlað eitur, henni nauðgað og móðir hennar hvarf. Nú vinnur hún á einkaspæjaraskrifstofu föður síns, hjálpar honum og skólasystkinum sínum með mál og reynir að leysa gátuna um morð vinkonu sinnar. Vel skrifaðir þættir með fullt af húmor. Hefur verið líkt við Buffy mínus allt hið yfirnáttúrulega.
Numb3rs. Nokkuð lunkinn sakamálaþáttur úr smiðju Ridley Scott um alríkislögreglumann sem fær stærðfræðisénið hann bróður sinn til að hjálpa við lausn mála. Talsvert meira í þættina spunnið en þessi lýsing segir til um.
House – aka ef Sherlock Holmes hefði verið læknir. Þetta er allt annað en ER eftirherma. Hérna eru sjúkdómar settir upp sem sakamál og hinn mannfælni og illúðlegi Dr. House keppist við að finna lausnina. Er með nokkra velviljaða unglækna á sínum snærum sem hann getur pískað eins og hann vill. Þessi læknir (leikinn af Hugh Laurie) á ekki svo lítið sameiginlegt með hinum fræga spæjara þar sem aðferðafræði þeirra er mjög svipuð svo og ást þeirra á vanabindandi lyfjum. Fullt af húmor og póltískri ranghugsun.
Nú bíð ég bara spent eftir því að sjá hvað poppar upp á dagskrá RÚV næstu mánuðina. Því það hlýtur að vera nokkuð ljóst núna að ég hef alltaf rétt fyrir mér um svona mál.
laugardagur, apríl 02, 2005
Ekki veit ég hvar ég finn þessar flensur. Þetta eru ekki einu sinni almennilegar flensur; enginn hiti t.d. Bara svakalega mikið af hósta, hori og hausverk. Árshátíð fyrirtækisins er í kvöld. Það var hringt í mig í hádeginu til að tékka á því hvort ég mundi ekki örugglega mæta. Þráin eftir bata fékk mig til að segja já en ég er ekki viss um að ég hafi svo gott af því að hanga á Broadway klukkutímum saman. Á hinn bóginn er mér farið að leiðast óskaplega. Ég er búin að horfa óheyrilega mikið á sjónvarp undanfarna daga (House eru ekki svo vitlausir þættir - en ekki kannski ákjósanlegir fyrir manneskju með ógreinileg sjúkdómseinkenni) milli þess sem ég legg mig í svona klukkutíma í senn. Og nú snjóar að því er virðist af einskærri íróníu. Páskarnir nýbúnir og svona.
Ég get þó a.m.k. hlakkað til Kaupmannahafnarferðalagsins sem við Jóhanna Ýr ætlum að leggja í eftir tvær vikur. Helgarferð til Köben í algjöru tilgangsleysi. Mér líst vel á það.
Ugh - mér sýnist að ég þurfi að hætta mér út fyrir hússins dyr bráðlega til að ná í brauð og meiradóp Íbúfen. Hmm.. er ekki hægt að panta allt á netinu nú til dags og fá heimsent?
Ég get þó a.m.k. hlakkað til Kaupmannahafnarferðalagsins sem við Jóhanna Ýr ætlum að leggja í eftir tvær vikur. Helgarferð til Köben í algjöru tilgangsleysi. Mér líst vel á það.
Ugh - mér sýnist að ég þurfi að hætta mér út fyrir hússins dyr bráðlega til að ná í brauð og meira
föstudagur, apríl 01, 2005
Fjarans pest. Eg nenni omogulega ad standa i thessu. Var rett svo buin ad jafna mig a theirri sidustu. Svo eg vitni i spekingana: sveiattan!
Myndina sendi ég
Powered by Hexia
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)