miðvikudagur, desember 28, 2005

36 dagar til Ástralíufarar - þetta er bara að verða raunverulegt...

Stærsta áhyggjuefnið: þegar maður er að fara úr vetrarríki í sumarríki - tekur maður með úlpu? Konfektofát hefur valdið slíkri heilalömun að þetta virðist vera óleysanleg ráðgáta. Það verður örugglega skítkalt hérna 2. febrúar - og sennilega í London líka - en ég nenni varla að ferðast dúðuð frá toppi til táar um Singapore og Sidney. Það er engin lausn í sjónmáli. Kannski einn konfektmoli í viðbót geri gæfumuninn...

4 ummæli:

Spunkhildur sagði...

Hjartanlega til hamingju með afmælið. Ég var ekki búin að vinna fyrr en á svo ókristilegum tíma að ég kunni ekki við að ræsa þig. Hinzvegar áttu hjá mér ammælispakka sem er ekki líka jólapakki. Varðandi ferðaflíkur mæli ég eindregið með Hugh Hefner aðferðinni að þú verðir bara fáklædd í frostinu á híþró. Það ku vera ósköp kynþokkafullt. Þú getur þá notað tímann í Ástralíu til að jafna þig á meintri blöðrubólgu. Annars óska ég þér til hamingju með árið. Mér skilst að þrátt fyrir fjarveru mína í þínu lífi hafir þú unnið hvern stórsigurinn á fætur öðrum á öllum sviðum, ekki síst í Tjarnarbíói. Þarf svo að fara að drullast til þín í heimsókn og spila við þig tíuþúsund og leysa heimsmálin. Jólakveðja frá Skeiðu Húla.

Spunkhildur sagði...

Hvaða helvíti. Ég var búin að skrifa langt komment sem fauk út í veður og vind. It went something like this:

Elsku Ásta Gísla.
Innilega til hamingju með afmælið og fyrirgefðu að ég komst ekki. Ég var að vinna samfellt í tvær vikur fyrir jól. Þú átt hjá mér afmælis en ekki jólapakka.
Vertu endilega í sem minnstu á ferðalaginu að hætti Hughs Hefners, það ku vera gegt flott í frostinu. Þú getur svo notað dagana í Ástralíu til að jafna þig á meintri blöðrubólgu.
Hafðu það alltaf sem allra bezt, lofa að heimsækja þig oftar á nýja árinu eins og alla aðra sem ég þekki.
Þín Skeiða Húla

Auður sagði...

Þú þarft sko enga úlpu hér, hitinn rokkar frá 24 gráðum í 39 og aðalvandinn er að finna nógu þunn föt til að vera í. En stundum er kalt í flugvélunum, hafðu með þér peysu.

Ásta sagði...

Takk kærlega fyrir góðar kveðjur Heiða mín og góð ráð. Ég vil gjarnan fara að elta þig uppi. Blogger er eitthvað passasamur um mig og tók algjörlega upp á því hjá sjálfum sér að bíða með komment þar til ég samþykkti þau og lét mig svo ekki einu sinni vita. Nú þarf ég að flengja hann fast og illa.