þriðjudagur, desember 06, 2005

Ég veit ekki... þetta er kannski ekki svo vitlaus skóli sem ég er í.

Þegar ég byrjaði í hljómfræði I í sumar og sat gjarnan sveitt úti í garði og reyndi að átta mig á því hvað snéri upp og hvað niður átti ég það til að leita til nágrannakonu minnar í kjallaranum sem er að læra á píanó og virkaði, út frá mínu fávitalegu sjónarhorni, sem doktor í hljómfræði. Hún skildi þetta! Og meira til! Talaði um sjöundarhljóma og hefði allt eins getað farið með formúlur úr skammtafræði. Hún var snillingur!

Og nú er ég komin fram úr henni. Var að fara yfir miðsvetrarprófið í hljómfræði II sem mér gekk víst ekki alltof vel með á mánudaginn í síðustu viku og skildi ekki allar útskýringar kennarans. Trítlaði því niður í kjallara eins og svo oft áður til að fá vel ígrundaðar skýringar á öllu saman.

Hafði s.s. ekki erindi sem erfiði. Hún hristi bara hausinn og sagðist ekki vera komin þetta langt og var gáttuð yfir því hvað prófið var langt og erfitt og að ég skildi ekki ná með 5 villur. Nú veit ég ekki hvort ég á að vera montin eða miður mín. Ég er búin að missa þennan prýðis auka-einkakennara og þarf að ráða fram úr öllu alveg sjálf hér eftir. Einnig virðist sem aðrir skólar (held hún sé í FÍH) séu ekki að píska nemendur sína jafn mikið og Tónó og hví ætti aumi heilinn minn að gjalda fyrir það?

Á hinn bóginn: Hah!

Ætla að rúlla þessu prófi upp á morgun.

Ég og sjöundarhljómar: like this.

Grrr...

Holly: I'm not bored. I've had a really busy morning. I've devised a system
to totally revolutionize music.
Lister: Get out of town!
Holly: Yeah, I've decimalized it. Instead of the octave, it's the decatave.
And I've invented two new notes: H and J.
Lister: Hang on a minute, you can't just invent new notes.
Holly: Well I have. Now it goes: Do Re Mi Fa So La Wo Bo Ti Do. Do Ti
Bo Wo La So Fa Mi Re Do.
Rimmer: What are you drivelling about?
Holly: Holrock. It'll be a whole new sound. All the instruments will be extra
big to incorporate my two new notes. Triangles will have four sides. Piano
keyboards the length of zebra crossings. Course, women will have to be
banned from playing the cello.

Red Dwarf

2 ummæli:

fangor sagði...

og sjá, hún fékk 8,5.. til hamingju!

Ásta sagði...

Takk :)