mánudagur, desember 12, 2005
Ég sé þetta alls staðar. Fólk fellur í tölvuleikjagryfjuna umvörpun og sést ekki meðal manna sólarhringum saman. Þetta er víst orðið svo fullkomið. Grafíkina gasaleg og nýjar og óvæntar leiðir spretta upp til að valda sjálfum sér og öðrum félagslegum og/eða varanlegum skaða.
Fyrir mitt leyti var fullkomnum í tölvuleikjaframleiðslu náð með Rockford (sjá mynd) sem, ef minni þrýtur ekki, var einn af fyrstu PC leikjunum. Eða var það Atari? Ekki var það Commodore því við áttum aldrei slíka tölvu. Í öllu falli var það fyrir margt löngu og hef ég, síðan þá, séð litla ástæðu til að kynna mér það sem komið hefur fram á markaðinn.
Ég tók upp á því að troða leiknum í allri sinni dýrð inn á netið máli mínu til stuðnings. Njótið nú vel. Tekur aðeins hálf megabæt af minni enda eintóm græðgi að vera að ætlast til einhvers meira.
Vek að lokum athygli á nýju lagi í spilaranum.
Fyrir mitt leyti var fullkomnum í tölvuleikjaframleiðslu náð með Rockford (sjá mynd) sem, ef minni þrýtur ekki, var einn af fyrstu PC leikjunum. Eða var það Atari? Ekki var það Commodore því við áttum aldrei slíka tölvu. Í öllu falli var það fyrir margt löngu og hef ég, síðan þá, séð litla ástæðu til að kynna mér það sem komið hefur fram á markaðinn.
Ég tók upp á því að troða leiknum í allri sinni dýrð inn á netið máli mínu til stuðnings. Njótið nú vel. Tekur aðeins hálf megabæt af minni enda eintóm græðgi að vera að ætlast til einhvers meira.
Vek að lokum athygli á nýju lagi í spilaranum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli