fimmtudagur, desember 08, 2005
Hríð á glugga... ef þetta er ekki dagur til að bruna beint heim eftir vinnu og pakka sér inn í teppi og mjúk húsgöng þá veit ég ekki hvað er.
Og viti menn, ég get það. Ekkert planað í dag. Jólafrí í skólanum, prófin búin (fékk 8,5 í hljómfræði - wheee!) og engin sýning fyrr en annað kvöld. Og þá verður sko líka sýnt. Hvorki fleiri né færri en þrjár sýningar yfir helgina og svotil fullt á þær allar. Nú finnst mér gaman. Þess þá heldur um að gera að hvíla sig vel í dag.
Annars er stórt spurningarmerki hangandi yfir plönum kvöldsins. Þannig er að við Nanna og Jón Geir sórum og sárt við lögðum að við ætluðum að sjá Serenity í bíó. Fréttablaðið segir mér að myndin sé aðeins sýnd í Kringlubíó kl. 10:10. Sennilega í litlum sal. Á morgun verður hún líklega horfin með öllu. Ætli allir góðir nördastrákar og stelpur hafi ekki farið um leið og myndin var tekin til sýningar og ekkert tillit tekið til kjána sem binda sig við einhverjar leiksýningar dögum saman. Þannig að: við förum nú eða aldrei. Og eins og orkulevelið hefur verið á fólki er ég ansi hrædd um að aldrei sé orðið líklegra en nú. Ég er auðvitað búin með kvótann fyrir næstu tvo mánuði (fór á Harry Potter um daginn*.)
Skipti um lag í glymskrattanum glæsilega - nú óma "Sambandsslitin" um þetta blogg.
Viðbót: Uss - ekki fyrr búin að ýta á send en kvöldið fyllist af plönum. Æfingar á jólaplötu Hrauns eru s.s. að hefjast og nauðsynlegt að mæta á slíkt. Og jafnvel bara bíó líka. Ég fæ hvort eð er næga hvíld í gröfinni. Ætti ekki að vera nema ca. 30 ár í það.
____________________
* Fín mynd. Ekki öfundsvert verkefni að troða þessari bók inn í undir þriggja tíma mynd. Saknaði réttindabaráttu álfanna (eða hvað þeir nú heita) ekki baun þar sem það var alltaf frekar problematísk hliðarsaga í bókunum: Kynþáttur sem góða fólkið vill frelsa undan ánauð en það skapar aðeins meiri vandamál en það leysir því kynþættinum líður best sem þrælar. Nei, það mátti alveg missa sín.
Og viti menn, ég get það. Ekkert planað í dag. Jólafrí í skólanum, prófin búin (fékk 8,5 í hljómfræði - wheee!) og engin sýning fyrr en annað kvöld. Og þá verður sko líka sýnt. Hvorki fleiri né færri en þrjár sýningar yfir helgina og svotil fullt á þær allar. Nú finnst mér gaman. Þess þá heldur um að gera að hvíla sig vel í dag.
Annars er stórt spurningarmerki hangandi yfir plönum kvöldsins. Þannig er að við Nanna og Jón Geir sórum og sárt við lögðum að við ætluðum að sjá Serenity í bíó. Fréttablaðið segir mér að myndin sé aðeins sýnd í Kringlubíó kl. 10:10. Sennilega í litlum sal. Á morgun verður hún líklega horfin með öllu. Ætli allir góðir nördastrákar og stelpur hafi ekki farið um leið og myndin var tekin til sýningar og ekkert tillit tekið til kjána sem binda sig við einhverjar leiksýningar dögum saman. Þannig að: við förum nú eða aldrei. Og eins og orkulevelið hefur verið á fólki er ég ansi hrædd um að aldrei sé orðið líklegra en nú. Ég er auðvitað búin með kvótann fyrir næstu tvo mánuði (fór á Harry Potter um daginn*.)
Skipti um lag í glymskrattanum glæsilega - nú óma "Sambandsslitin" um þetta blogg.
Viðbót: Uss - ekki fyrr búin að ýta á send en kvöldið fyllist af plönum. Æfingar á jólaplötu Hrauns eru s.s. að hefjast og nauðsynlegt að mæta á slíkt. Og jafnvel bara bíó líka. Ég fæ hvort eð er næga hvíld í gröfinni. Ætti ekki að vera nema ca. 30 ár í það.
____________________
* Fín mynd. Ekki öfundsvert verkefni að troða þessari bók inn í undir þriggja tíma mynd. Saknaði réttindabaráttu álfanna (eða hvað þeir nú heita) ekki baun þar sem það var alltaf frekar problematísk hliðarsaga í bókunum: Kynþáttur sem góða fólkið vill frelsa undan ánauð en það skapar aðeins meiri vandamál en það leysir því kynþættinum líður best sem þrælar. Nei, það mátti alveg missa sín.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli