fimmtudagur, desember 15, 2005
Ég hef verið að velta fyrir mér hvort ég eigi að halda upp á afmælið mitt. Skynsemisröddinn í hausnum, sem er nú yfirleitt háværust, segir mér að þetta sé nú ekki hentugur tími fyrir afmælisboð. Helgarnar eru fullbókaðar og hver býður í veislu á þriðjudegi? Svo eru ríflegur skerfur vinanna staddur í öðrum lands/heimshluta – nú eða að búa til nýtt líf. Já og læra fyrir próf, standa í jólavafstri, taka upp plötur og svo framvegis. Að lokum (segir röddin með vandlætingartón): hvaða heilvita manneskja heldur upp á 33 ára afmælið? Og lætur það þar að auki fréttast hvað hún er orðin hundgömul?!
Það er erfitt að mótmæla.
Hin röddin (þær eru bara tvær eins og stendur) er ca. 9 ára og á afmæli rétt fyrir jól. Sú staðreynd skilgreinir alla hennar tilvist. Hún grenjar jafnan og vælir ef hún fær sameiginlega afmælis- og jólagjöf. Þessi rödd er að rembast eins og hún getur við að yfirgnæfa þessa skynsömu og fullorðnu. Væntingarnar eru reyndar ekki miklar. Hún vill gjarnan að fólk muni eftir afmælinu. Að það rífi athyglina frá jólageðveikinni og meðtaki að 20. desember hafi eitthvað gildi. Henni er í raun sama um pakkana – það má alveg sleppa þeim hennar vegna – bara ekki dulbúa þá sem jólagjöf (veikur blettur.)
Framan af var þessi rödd bundin og kefluð niðri í kjallara undirmeðvitundarinnar. Nú er hún búin að rífa af sér keflið og er komin í kjallaratröppurnar. Ég heyri einhvern óm. Hún notar orðið “bitsj” fulloft.
Það skal tekið fram á þessum tímapunkti að ég er fyrir löngu hætt að taka mark á henni. Ég heyri kannski í henni en hún fær sjaldnast að ráða. Það er helst að ég sleppi henni lausri á heilum tugum.
Niðustaðan er samt sú að mig langar soldið til að bjóða til jóla/afmælissamsætis næstkomandi þriðjudag. Smá jólabjór og piparkökur kannski? Eða er annríkið of mikið?
Það er erfitt að mótmæla.
Hin röddin (þær eru bara tvær eins og stendur) er ca. 9 ára og á afmæli rétt fyrir jól. Sú staðreynd skilgreinir alla hennar tilvist. Hún grenjar jafnan og vælir ef hún fær sameiginlega afmælis- og jólagjöf. Þessi rödd er að rembast eins og hún getur við að yfirgnæfa þessa skynsömu og fullorðnu. Væntingarnar eru reyndar ekki miklar. Hún vill gjarnan að fólk muni eftir afmælinu. Að það rífi athyglina frá jólageðveikinni og meðtaki að 20. desember hafi eitthvað gildi. Henni er í raun sama um pakkana – það má alveg sleppa þeim hennar vegna – bara ekki dulbúa þá sem jólagjöf (veikur blettur.)
Framan af var þessi rödd bundin og kefluð niðri í kjallara undirmeðvitundarinnar. Nú er hún búin að rífa af sér keflið og er komin í kjallaratröppurnar. Ég heyri einhvern óm. Hún notar orðið “bitsj” fulloft.
Það skal tekið fram á þessum tímapunkti að ég er fyrir löngu hætt að taka mark á henni. Ég heyri kannski í henni en hún fær sjaldnast að ráða. Það er helst að ég sleppi henni lausri á heilum tugum.
Niðustaðan er samt sú að mig langar soldið til að bjóða til jóla/afmælissamsætis næstkomandi þriðjudag. Smá jólabjór og piparkökur kannski? Eða er annríkið of mikið?
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
8 ummæli:
Mig langar ad koma.
Svandis
Ertu á leið til landsins eða bara að segja svona?
Því það er alltof langt síðan við höfum hist. Það verður að fara að gera eitthvað drastískt í því.
síðasta prófið mitt er einmitt 20 des.... see where this is heading? mohohoho... jyj
ég villll. áskil mér rétt til að sötra malt og appelsín á móti bjórnum.
Þar sem tveir mæta í heimsókn þar er partý. Það er þá ákveðið (og malt og appelsín verður að sjálfsögðu á boðstólnum fyrir þá sem þurfa að neita sér um jólabjórinn.)
Ég skal mæta í webcam. Hef aldrei verið mikið fyrir að missa af partýjum og vil ekki láta nokkra kílómetra setja strik í reikninginn.
Ég segi það. Hvað eru 16.610 km á milli vina?
Þarna sérðu - það er sko bara stutt á milli okkar :) Ekki nema örfá þúsund kílómetra. Annars var þetta nú því miður bara óskhyggja með að koma í afmælið þitt á þessu ári en ég ÆTLA að vera á Íslandi um næstu jól. Ég stefni síðan á minna geðbólgna og betur skipulagða heimkomu snemma á næsta ári og þá ætti að vera hægt að bæta úr hittingsleysi.
Svo verður nú lífið allt annað þegar maður er kominn í nánd við London. Fólk á alltaf leið þangað annað slagið og tilvalið að heimsækja mig í leiðinni :D:D:D
Skrifa ummæli