miðvikudagur, desember 07, 2005

Bætti við "blogginu" hennar Þórdísar - systur Auðar - á listann minn. Ég segi "blogg" því hún hefur kosið að sleppa því að væla yfir leiðinlegu fólki í strætó og sjónvarpsdagskránni eins og við hin og setur í staðinn inn myndir af glæsilegu málverkunum sínum. Þar er m.a. að finna seríu byggða á sögum úr gamla testamentinu sem Biblíufræðingunum þætti eflaust gaman að skoða.

Nú er ég ein af þeim sem hefur ekki hundsvit á málaralist og læt gjarna út úr mér klisjur á borð við "ég veit ekki mikið um list en ég veit hvað mér líkar" eða eitthvað álíka andlaust. Jæja, mér líkar við listina hennar Þórdísar. Þarna eru verk sem mér finnst ég skilja og þreytist aldrei á að skoða. Hvað sem það þýðir.

3 ummæli:

Auður sagði...

http://www.theglobeandmail.com/servlet/ArticleNews/TPStory/LAC/20051207/VOLCANA07/TPEntertainment/Art

Ásta sagði...

Þessi langa slóð er ekki að skila sér - nauðsynlegt að linka: linkun

Auður sagði...

Búin að gleyma slóðinni. Of flókið kerfi fyrir mig...