miðvikudagur, maí 10, 2006Þetta gekk nú bara furðuvel hjá okkur í gær. Svona í ljósi þess að Þjóðleikhúsið vildi ógjarnan gera ráð fyrir okkur. Verður örugglega ennþá betra annað kvöld. Þá er síðasti séns til að sjá hugleikskar afurðir á þessu leikári. Sjá nánari útlistun á dagskrá hér.

Mynd miskunnarlaust rænt frá kynni kvöldsins, honum Birni M, og vondandi sér hann í gegnum fingur sér með það.

2 ummæli:

fangor sagði...

hmm. mér þykir þú hafa beitt nornahæfileikunum vel þarna, ekki sé ég neinar myndir á síðunni hans björns..?

Ásta sagði...

Hann sendi þessa mynd í pósti.