þriðjudagur, maí 23, 2006

Ég fékk SMS í nótt með tilkynningunni um að Úlfhildur Stefanía hefði fæðst foreldrum sínum, þeim Nönnu og Jóni Geir. Meira veit ég ekki en sjálfsagt hafa margir fengið þessa tilkynningu (og rumskað að værum blundi kl. hálf 3 en það er nú allt í lagi.)

Martini og Kafbátur vildu því báðir vera stelpur og lái þeim hver sem vill.

Miðað við hvað þetta barn var kyrfilega tímasett við getnað ætti ekki að koma neinu á óvart að það var fæddist stundvíslega upp á dag. Nú er auðvitað pressa á Úlfhildi litlu að halda út álíka stundvísi það sem eftir er.

Innilega til hamingju öll sömul.

Engin ummæli: