miðvikudagur, maí 24, 2006

Sá þetta hjá Skottu og Ástþóri:

1. Með hvaða hljómsveit eða flytjanda áttu flestar hljómplötur?
- David Bowie - og það er langt í annað sætið.
2. Hvað var síðasta lagið sem þú hlustaðir á?
- Þetta hér
3. Hvaða hljómplata er mest á fóninum hjá þér þessa dagana?
- War of the Worlds
4. Spilarðu á eða langar þig að læra á eitthvað hljóðfæri?
-Ég lærði á blokkflautu á sínum tíma og píanó. Er stundum að glamra á píanóið og rifja upp glutraða þekkingu en sé ekki fyrir mér mikinn frama á á því sviði.
5. Hver er uppáhalds íslenska hljómsveitin þín?
- Ég hlusta skelfilega lítið á íslenska tónlist þannig að Ampop og Hraun eiga í raun auðvelt með að komast í efstu sæti. Það er líka ákveðið og viðvarandi attitút hjá mörgum íslenskum hljómsveitum sem fælir mig frá.
6. Hvaða hljómsveit sástu síðast á tónleikum?
- Uh... seldi boli á Ampop tónleikum um daginn en sá ekki mikið.
7. Hvað er bestu tónleikarnir sem þú hefur séð?
- Ég er ekki mikið fyrir tónleika - hef tilhneigingu til að pirrast út í of margt til að njóta tónlistarinnar. Það var samt ákv. upplifun að sjá Sigur Rós í höllinni ásamt The No Smoking Orchestra fyrir þó nokkrum árum.
8. Hver er lélegasta hljómsveit sem þú hefur séð á tónleikum?
- Ég hef einfalda reglu: ef hávaðinn er það mikill að ekki greinist eitt einasta orð hjá söngvaranum þá er það vont.
9. Hefurðu verið í hljómsveit?
- ó nei
10. Hvaða tónlistarmann, bæði dáinn og lifandi, myndirðu helst vilja hitt?
- Engan svosem
11. Hvaða tónleikar eru á döfinni sem þú hlakkar til að sjá?
- Ekkert á döfinni
12. Hver er uppáhalds tónlistarbolurinn þinn?
- Hraun - og hefur ekkert með það að gera að það er eini tónlistarbolurinn minn ;)
13. Hver er elsta tónlistarminning þín?
- Pabbi að spila á harmonikku á kvöldin - mér finnst ennþá svo þægilegt að sofna út frá polka tónlist.
14. Hvaða tónlistarmaður eða tónlistarkona myndirðu vilja að væri ástfangin(n) af þér?
- Uh... ég er ekki þrettán ára...
15. Hvaða tímabili sem tónlistarunnandi ertu ekki stoltur af?
- Stórum hluta af tíunda áratugnum (sjá næstu spurningu)
16. Hvort hélstu með Blur eða Oasis á sínum tíma?
- Hvorugu. Nema hvað ég hataði ekki Blur meira en lífið sjálft og fann fyrir ógleði og svitaköstum þegar vinasælasta lagið þeirra var ofspilað við öll tækifæri (Wonderwall)
17. Hvaða þrjár hljómsveitir myndirðu kalla þínar uppáhalds?
- Franz Ferdinand, Scissor Sisters, Gorillaz
18. Hver er uppáhalds hljómplatan þín í plötusafninu þínu?
- Feline með The Stranglers, Les Retrouvailles með Yann Tiersen
19. Hvaða áratugur í tónlistarsögunni var bestur?
- Þessi
20. Hvað er uppáhalds kvikmynda sándtrakkið?
- Arizona dream - eða Pink Floyd - The Wall (telst það með?)

Engin ummæli: