mánudagur, maí 22, 2006

Yfir 30 tus. krona kjarabot a manudi.

Kjosum Samfylkingu, kjosum gjaldfrjalsan leikskola

XS - Samfylkingin


SMS sem mér barst rétt í þessa - meira að segja tvö eins. Nú er tveir flokkar svo ég viti búnir að falast eftir atkvæði mínu með beinhörðum peningum. Ég er alveg handviss um að þarna hafi ég lent í einhverju gasalega útpældu úrtaki. Verst að þetta nýtist mér ekki neitt - engin kjarabót handa þeim barnslausu. Það er frekar að á mig leggist aukin gjöld. Þarna var laglega skotið yfir markið.

Endar með því að ég kýs Frjálslynda - ég er ekki sammála öllum þeirra málefnum - en það á við um alla flokkana. Aldrei þessu vant virðast þeir vera sá flokkur sem er með fæturna hvað næst jörðu og þeir vilja afmá aldursþakið í tónlistarskóla sem er eitthvað sem hefur bein áhrif á mitt líf. Ég er nenni a.m.k. ekki að púkka upp á lið sem stráir um sig jöfnum skrefum óraunhæfum gylliboðum og skít yfir aðra flokka - og alveg sérstaklega ekki þá sem finnst þeir hafa heimtingu á mínu atkvæði til þess eins að tryggja að þeirra óvinaflokkur komist ekki til valda.

Mikið ofboðslega á ég eftir að komast í betra skap að þessum kosningum afstöðnum.

Engin ummæli: